5. stjórnarfundur 2024-2025

5. stjórnarfundur 2024-2025

24. september 2024 kl. 19:00

Staðsetning: Húsnæði HRFÍ, Melabraut 17 í Hafnarfirði

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 19:10

Dagskrá fundar:

  1. Septembersýning

Búið að panta bikara og einnig rósettur (1.-4. sæti í keppni um bestu tík og besta rakka) fyrir næstu sýningar. Tvær sýningaþjálfanir voru haldnar fyrir haustsýningu og ánægjulegt hvað var vel mætt í þær.

  1. Deildarsýning

Sýningastjórn og stjórn HRFÍ hafa samþykkt tvöfalda afmælissýningu deildarinnar helgina 10.-11. maí 2025. Nadja Lafontaine frá Danmörku og Miyuki Kotani frá Írlandi hafa þegið boð okkar um að dæma. Stjórn heldur áfram undirbúningi. 

Sú hugmynd kom upp að sýnt yrði beint frá deildarsýningunum t.d. á Facebook og myndböndin yrðu þá til áfram. Jafnvel væri gaman að gera þetta á fleiri sýningum og verður athugað með hvort það gangi upp strax á nóvembersýningu HRFÍ.

  1. Hvolpasýning

HRFÍ hefur sett á dagskrá hvolpasýningu þann 27. október nk. með íslenskum dómurum og er skráning nú þegar hafin á http://hundavefur.is – skráningarfrestur er til 14. október. Cavalierdeild stefnir á að halda eina þjálfun fyrir hvolpa.

  1. Aðrir viðburðir

Fyrirhugaðar eru þrjár sýningaþjálfanir fyrir nóvembersýningu sem verða auglýstar síðar.

Hjarta- og DNA hópskoðun verður 16. október í húsnæði HRFÍ og er skráning í hana opin.

Næsta ganga áætluð í október.

Við áttum fulltrúa á Smáhundakynningu í Garðheimum helgina 21.-22. september og vakti básinn mikla lukku.

Óskum eftir tillögum að sniðugri fjáröflun fyrir deildina.

Fundi slitið kl. 19:55

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir