6. stjórnarfundur 2024-2025

6. stjórnarfundur 2024-2025

22. október 2024 kl. 19:00

Staðsetning: Húsnæði HRFÍ, Melabraut 17 í Hafnarfirði

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 19:20

Dagskrá fundar:

  1. MRI skönnun vegna SM

Erum í samskiptum við danska Cavalierklúbbinn og munum fá netfund með þeim á næstunni. 

  1. Farið yfir efni fulltrúaráðsfunds sem HRFÍ hélt með formönnum deilda nýlega
  2. Farið yfir efni fundar HRFÍ um ferlið við að halda deildarsýningar

Þann 3. október bauð HRFÍ deildum félagsins á kynningu um ferlið við að halda deildarsýningar. Sunna og Svanhvít sátu þennan fund fyrir hönd Cavalierdeildar. Búið er að einfalda umsóknarferlið og handbók með leiðbeiningum komin inn á vef HRFÍ.

  1. Niðurstöður hópskoðunar 16. október

18 hundar voru hjartaskoðaðir og þar af voru 14 með hreint hjarta. Tveir 10 ára hundar greindust með gráðu 1, einn 7,5 ára með gráðu 2 og einn 10,5 ára með gráðu 4. Rakkalistinn hefur verið uppfærður með nýjum vottorðum.

  1. Sýningaþjálfun

Þjálfun fyrir nóvembersýningu verður 5. – 12. og 19. nóvember, auglýsing væntanleg.

  1. Hvolpasýning

Stefnum á að hafa live útsendingu á Facebooksíðu deildarinnar frá hvolpasýningu HRFÍ, sem fram fer næstkomandi sunnudag 27. október.

Fundi slitið kl. 20:10

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir