6. stjórnarfundur 2024-2025
22. október 2024 kl. 19:00
Staðsetning: Húsnæði HRFÍ, Melabraut 17 í Hafnarfirði
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur kl. 19:20
Dagskrá fundar:
- MRI skönnun vegna SM
Erum í samskiptum við danska Cavalierklúbbinn og munum fá netfund með þeim á næstunni.
- Farið yfir efni fulltrúaráðsfunds sem HRFÍ hélt með formönnum deilda nýlega
- Farið yfir efni fundar HRFÍ um ferlið við að halda deildarsýningar
Þann 3. október bauð HRFÍ deildum félagsins á kynningu um ferlið við að halda deildarsýningar. Sunna og Svanhvít sátu þennan fund fyrir hönd Cavalierdeildar. Búið er að einfalda umsóknarferlið og handbók með leiðbeiningum komin inn á vef HRFÍ.
- Niðurstöður hópskoðunar 16. október
18 hundar voru hjartaskoðaðir og þar af voru 14 með hreint hjarta. Tveir 10 ára hundar greindust með gráðu 1, einn 7,5 ára með gráðu 2 og einn 10,5 ára með gráðu 4. Rakkalistinn hefur verið uppfærður með nýjum vottorðum.
- Sýningaþjálfun
Þjálfun fyrir nóvembersýningu verður 5. – 12. og 19. nóvember, auglýsing væntanleg.
- Hvolpasýning
Stefnum á að hafa live útsendingu á Facebooksíðu deildarinnar frá hvolpasýningu HRFÍ, sem fram fer næstkomandi sunnudag 27. október.
Fundi slitið kl. 20:10
Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir