2. stjórnarfundur 2025-2026
27. mars 2025 kl. 17:00
Staðsetning: Spíran Garðheimum
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Steinunn Rán Helgadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur kl. 17:10
Afgreitt á milli funda:
- Staðfesting send frá HRFÍ til Judith Echazarra sem dæmdi deildarsýningu í fyrra, um að hún hafi veitt meistarastig.
- Smáhundakynning í Garðheimum 22.-23. mars, deildin var með bás báða dagana.
- Deildin hélt hvolpahitting í húsnæði HRFÍ þriðjudagskvöldið 25. mars, þetta var skemmtileg stund og vel mætt.
Dagskrá:
- Marssýning
Nokkuð margir með Very good á þessari sýningu en dómarinn var samkvæm sjálfri sér. Sett var m.a. út á þrönga neðri kjálka og hefur það verið að koma oftar upp á síðustu sýningum.
Staðsetning tegundarinnar í hring var óþægileg vegna fjölda hunda og lítið pláss við hringinn. Hringir 1-3 eru óhentugir fyrir tegundir þar sem svona margir hundar eru skráðir, þar sem aðeins ein hlið á þeim hringjum er laus, en þar þurfa bæði áhorfendur og sýnendur með allt sitt dót og hunda að koma sér fyrir.
- Rakkalisti
Minnum á að til þess að rakkar séu gjaldgengir á rakkalista þurfa þeir að hafa fengið a.m.k. einkunnina Very good á sýningu í unghundaflokki eða eldri.
- Styrktarsamningur
Cavalierdeild hefur samið við Dýrabæ sem styrktaraðila til næstu tveggja ára.
Óskað var eftir því að deildin myndi stofna Instagram aðgang og merkja Dýrabæ í því sem við setjum inn þar. Einnig mun Dýrabær fá upplýsingar um þá viðburði sem við höldum og er þá hægt að deila þeim á þeirra miðlum. Að öðru leyti er samningur óbreyttur frá fyrra ári.
- Hópskoðun (hjarta og DNA) í apríl
Hópskoðun fer fram 10. apríl, auglýsing væntanleg.
- Sýningaþjálfun fyrir hvolpasýningu
Deildin heldur sýningaþjálfun fyrir hvolpa í húsnæði HRFÍ þann 1. og 8. apríl kl. 18-19. Hvolpasýning HRFÍ fer fram þann 12. apríl og er skráning á hana opin til 3. apríl.
- Deildarsýning
Þjálfun fyrir deildarsýningu verður haldin þriðjudaginn 22. apríl og mánudagana 28. apríl og 5. maí (seinni tveir tímarnir tvöfaldir). Auglýsing með skráningarblaði verður birt fljótlega.
Undirbúningur sýningahelgarinnar er annars í fullum gangi og skráning á sýningarnar er opin. Skráningarfrestur er til 21. apríl en lokar fyrr ef hámarki er náð (80 hundar).
Boðið verður upp á keppni ungra sýnenda á sunnudeginum og mun sennilega einhverja krakka vanta hund til að sýna. Flott væri ef cavalier eigendur sem hafa tök á því að lána hund sendu póst á netfang deildarinnar cavalierdeildinhrfi@gmail.com.
- Ræktendaspjall
Deildin mun standa fyrir ræktendaspjalli um MRI skönnun þann 20. maí kl. 20.
Auglýst frekar þegar nær dregur.
- Ályktun ársfundar
Stjórn HRFÍ hefur svarað ályktun okkar með eftirfarandi hætti:
Kæra stjórn Cavalierdeildar
Stjórn þakkar fyrir erindið. Fyrir áramót var tekin sú ákvörðun í tilraunaskyni að breyta gjaldskrá í tengslum við innskráningu heilsufarsvottorða að fyrirmynd þess sem þekkist í nágrannalöndum okkar sem var tillaga framkvæmdastjóra. En það er auðvitað vinna fyrir skrifstofu að skrá þau heilsufarsvottorð sem skilað er til félagsins en þau hafa aukist síðustu ár. Ákörðun var því tekin að rukka sama gjald fyrir öll heilsufarsvottorð sem skilað er og þannig auka samræmi milli þess sem greitt er óháð tegund af heilsufarsskoðun og er verðinu haldið í algjöru lágmarki. Stjórn er sammála að mikilvægt sé að fá inn sem flestar niðurstöður til þess að meta ástand stofna en ekki þykir eðlilegt að niðurgreiða innskráningu einnar tegundar umfram aðra. Þetta hjálpar einnig til við rakningu á þeim vottorðum sem skilað er inn. Stjórn hefur tekið þá ákvörðun að halda gjaldskrá óbreyttri að svo stöddu.
F.h. stjórnar,
Erna
Fundi slitið kl. 18:05
Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir