3. stjórnarfundur 2025-2026
20. maí 2025 kl. 19:00
Staðsetning: Húsnæði HRFÍ, Melabraut 17 í Hafnarfirði
Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Steinunn Rán Helgadóttir, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir
Fundur settur kl. 19:10
Afgreitt á milli funda:
- Undirbúningur tvöfaldrar deildarsýningar og fundir sýninganefndar í því samhengi.
Dagskrá:
- Farið yfir tvöfalda deildarsýningu
Nýafstaðin afmælissýning 10.-11. maí gekk mjög vel í alla staði og bæði Nadja Lafontaine og Miyuki Kotani sem dæmdu mjög ánægðar. Hrós frá deildinni fá starfsmenn sýningar sem stóðu sína vakt með prýði.
Nokkuð ólíkir dómarar en samt sammála um margt. Þó nokkrar umsagnir sem voru mjög fallegar en einkunnin very good og því ekki alltaf samærmi hér á milli. Stundum hefði því mátt fá betri útskýringar á af hverju hundar voru lækkaðir í einkunn.
- Rakkalisti
Mikilvægt að að vottorð séu í gildi, a.m.k. augnvottorð því annars detta rakkarnir út af rakkalista. Hjartavottorðin er þó hægt að panta með stuttum fyrirvara.
Rakkar sem hafa eignast afkvæmi: Mikilvægt að hjartaskoða árlega (sniðugt í kringum afmælisdag) til að fylgjast með stofninum.
Í framhaldi af fundinum fór fram ræktendaspjall.
Fundi slitið kl. 20:00
Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir