4. stjórnarfundur 2025-2026

4. stjórnarfundur 2025-2026

1. júlí 2025 kl. 11:00

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 11:25

Milli funda:

Þann 20. maí fór fram ræktendaspjall um MRI skönnun vegna SM sjúkdómsins (holmænu). Mæting hefði mátt vera betri en áhugaverðar umræður mynduðust og stefnan er að hafa spjall aftur í haust, þar sem línurnar verða lagðar betur um hvernig við viljum vinna með niðurstöðurnar.

Steinunn Rán Helgadóttir hefur sagt sig úr stjórn deildarinnar vegna persónulegra ástæðna. Við þökkum henni kærlega fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar.

Dagskrá:

  1. Farið yfir úrslit júnísýninga og dómaráætlun haustsins

Rennt yfir úrslit sýninganna 21.-22. júní á hundavefur.is. Við eignuðumst 5 nýja meistara þessa helgi sem er mjög ánægjulegt; tvo íslenska, tvo ungliðameistara og einn öldungameistara.

Stjórn deildarinnar mun senda inn ósk til stjórnar HRFÍ að Mikael Nilsson dæmi tegundina á sýningunni í október næstkomandi og Sara Nordin í nóvember, en hún þekkir cavalier vel og hefur ræktað tegundina með móður sinni.

  1. Rennt yfir niðurstöður augnskoðunar 26.-28. júní
  1. Staðan á fyrirhugaðri MRI skönnun

Dýralæknar í Víðidal eru í undirbúningsfasa. Við þurfum að ákveða fyrir fram hvernig á að meðhöndla niðurstöðurnar. Verða þær opinberar eða ekki? Hugmynd að gera eins og við hjartavottorð að eigandi kvitti undir að nota megi niðurstöður í rannsóknartilgangi. Danski klúbburinn er t.d. með flott eyðublað. Danirnir hafa staðið sig vel í þessum málum og náð árangri svo það er lógískt að við horfum m.a. til þeirra.

  1. Viðburðir

Sýningaþjálfun fyrir ágústsýningar verður 29. júlí og 12. ágúst. Þjálfun fyrir októbersýningu verður 16. september, 23. og 30. september.

Ýmsar hugmyndir í gangi fyrir haustið. Mögulegt afmæliskaffi, jafnvel hægt að bjóða upp á einhvers konar fyrirlestur. Hvolpahittingur áætlaður sunnudaginn 12. október.

  1. Yfirferð reikninga og uppgjör eftir deildarsýningu

Fundi slitið kl. 12:35

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir