6. stjórnarfundur 2025-2026

6. stjórnarfundur 2025-2026

13. október 2025 kl. 17:00

Staðsetning: IKEA

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 17:30

Milli funda: 

  • Hvolpahittingur undirbúinn sem fór svo fram í húsnæði HRFÍ sunnudaginn 12. október og heppnaðist vel
  • Stjórn ítrekaði við skrifstofu að augnskoðun sem fram fór í júní yrði yfirfarin og staðfest
  • Hóppóstur sendur á eigendur rakka á rakkalista með áminningu um heilsufarsvottorð sem voru útrunnin og við það að renna út
  • Deildin var með kynningarbás á haustsýningu félagsins í Víðidalnum 3.-5. október

Dagskrá:

  1. Farið yfir úrslit haustsýningar 4. október

Mikael Nilsson frá Svíþjóð dæmdi tegundina og gaf töluvert mikið af Very Good og nokkur Good. 

Við erum að lenda í vandræðum núna varðandi alþjóðlegu stigin þar sem við höfum fengið marga dómara frá Svíþjóð undanfarið og samkvæmt reglum FCI þurfa alþjóðleg stig að vera frá dómurum þriggja mismunandi landa til þess að hægt sé að veita meistaratitil. Stjórn deildarinnar mun senda inn ábendingu til HRFÍ um þetta.

  1. Farið yfir augnskoðun í júní og september

Búið er að staðfesta niðurstöður úr augnskoðun sem haldin var í júní og niðurstaðan að 4 cavalier hundar fara í ræktunarbann, tveir vegna Retinal Dysplasi Geografisk og tveir vegna mismunandi afbrigða af cataract. Ekki er búið að staðfesta niðurstöður skoðunar í september svo stjórn mun taka þá skoðun fyrir þegar HRFÍ hefur yfirfarið. Bendum á að enn er opið fyrir skráningu í síðustu augnskoðun ársins sem fram fer 13.-15. nóvember, skráning fer fram í gegnum Hundavef. 

  1. Undirbúningar deildarsýningar 2026

Erum enn að velta fyrir okkur mögulegum dómurum og minnum á að það er velkomið að senda inn tillögur.

  1. Hópskoðun (DNA sýnataka og hjartaskoðun)

Hópskoðun hjá deildinni fór fram á Dýraspítalanum í Víðidal þann 15. september og voru 22 hundar hjartahlustaðir. Engin DNA sýni voru tekin í þessari skoðun.

Fundi slitið kl. 18:35

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir