Jólaganga deildarinnar verður næstkomandi sunnudag, 11. desember. Hittumst á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskólann. Taumganga um Hafnarfjörð og endum síðan á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Allir hundar í taumi, við viljum benda á að flexítaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu. Munið eftir skítapokunum.
Helgina 26.-27. nóvember fór fram síðasta sýning ársins sem kölluð er Winter Wonderland og er bæði NKU Norðurlanda- og Crufts Qualification sýning. 54 cavalier hundar voru skráðir til leiks á laugardeginum (13 hvolpar, 21 rakki og 20 tíkur) en 7 mættu ekki. Dómari var Anne Tove Strande frá Noregi. Deildin gaf eignarbikara fyrir besta ungliða, bestu tík og besta rakka og Þórshamrar ræktun gaf bikar og medalíur fyrir hvolpa.
Í ljósi nýlegra atburða hjá vinum okkar í Noregi vildi deildin sýna samhug og báru sýnendur cavalier hunda, auk starfsfólks og fleiri sem vildu, barmnælur með norska og íslenska fánanum. Þetta vakti athygli og hafa ræktendur í Noregi lýst því yfir hvað þeim þótti vænt um þetta framtak.
BOB og BOS – Eldlukku Ljúfi Bruno og ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka Ljósmyndari: Hörður Vilhjálmsson
Besti hundur tegundar var Eldlukku Ljúfi Bruno sem er aðeins ársgamall og því aldeilis glæsilegur árangur hjá svona ungum hundi. Bruno varð einnig besti ungliði, fékk sitt annað ungliðameistarastig og titillinn ungliðameistari því í höfn. Hann fékk líka íslenskt meistarastig og norðurlandameistarastig auk þess sem HRFÍ hafði kynnt nýja titla fyrir þessa sýningu, þ.e. Ísland Winner. Sá titill er veittur bestu tík og besta rakka, bestu ungliðatík og -rakka og bestu öldungatík og -rakka. Bruno hlaut því tvo titla á þessari sýningu; ISJW-22 og ISW-22.
Best af gagnstæðu kyni var ISCh Eldlukku Frán Þulu Lukka með norðurlandameistarastig, auk titilsins ISW-22. Bæði hlutu þau svo einnig Crufts Qualification.
Besta ungliðatík var Litlu Giljár Blær sem hlaut sitt annað ungliðameistarastig og er þar með orðin ungliðameistari. Hún varð einnig önnur besta tík með íslenskt meistarastig og titilinn ISJW-22. Deildin eignaðist því tvo nýja ungliðameistara á þessari sýningu og við fögnum því svo sannarlega.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Vigrar Astró og besti hvolpur 6-9 mánaða Snjallar Kastaní Björt á brá. Besti öldungur var Eldlukku Ögri.
Þrír ræktunarhópar voru skráðir og besti ræktunarhópur tegundar var frá Eldlukku ræktun.
HRFÍ leitar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni yfir þessa helgi.
Sjálfboðaliðar frá okkar deild hafa verið duglegir að taka að sér verkefni og vonum við að svo verði einnig nú enda er sagt að margar hendur vinna létt verk.
Það geta allir aðstoðað og þurfa ekkert að vera með hund á sýningunni. Bara hafa áhuga og gaman að því að umgangast hunda og fólk og vilja gleðja.
Þú getur gefið hundinum þínum að borða einu sinni eða tvisvar á dag. Best er að gera það tvisvar á dag með 8-12 klukkustunda millibili. Ef þú ert að gefa mat tvisvar á dag, skaltu skipta upp ráðlögðu sólahringsmagni sem gefið er upp á umbúðunum því annars ertu að gefa tvöfalt það sem hundurinn þarf. Mikilvægt er að hafa alltaf óheftan aðgang að fersku vatni.
Eldri hundum ætti að gefa aðeins minna magn en upp er gefið fyrir fullorðna hunda.
Verðlaun/aukabiti ætti ekki að vera meira en 10 prósent af heildar hitaeiningainntöku dagsins og þarf að draga það frá því sólahringsmagni sem hundurinn fær.
Hundar sem eru á hráfæði eða heimaelduðu ættu á hverjum sólahring að þurfa magn sem svarar til 2-3 % af heildarþyngd þeirra, en ef verið er að megra þá, af æskilegri þyngd eftir megrun.
Offitujafnan er í raun mjög einföld. Hundar sem neyta fleiri hitaeininga en þeir brenna þyngjast. Svo til þess að léttast…