Fundur haldinn í Heiðnabergi þann 15. desember 2022 kl. 17:00
Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.
Dagskrá:
- Verkefnalisti
- Deildarsýning í maí
- Nýársfagnaður
- Fræðslumoli
- Frá ræktunarráði
- Frá göngunefnd
- Önnur mál
Fundur haldinn í Heiðnabergi þann 15. desember 2022 kl. 17:00
Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.
Dagskrá:
Jólahátíðin er tími gleði og samveru, en fyrir gæludýrin okkar getur þessi tími oft verið áskorun. Mikið breytt matarræði fyrir ferfætlingana okkar getur skapað þeim meiri vandamál en gleði. Hættur fyrir ferfætlinga og fjaðraða heimilismeðlimi geta líka leynst víða, t.d. jólaseríur, skreytingar með kertum og blómum, jólamatur og sælgæti. Þó að við sjáum ekki að pakki sem liggur fallega skreyttur undir jólatrénu innihaldi konfekt, þá er nokkuð víst að hundur heimilisins viti nákvæmlega hvað er að finna í pakkanum.
Eftirfarandi hlutir geta reynst gæludýrum varasamir:
Lesa áfram Gæludýr og jólinÞað var jólalegur hópur sem mætti í hina árlegu jólagöngu deildarinnar þann 11. desember og er óhætt að segja að hópurinn hafi vakið mikla athygli annara vegfarenda. Veðrið var ótrúleg gott miðað við veðurspá, þó svolítil hálka hafi verið á köflum. Alls mættu 18 manns og 14 ferfætlingar. Yngstu ferfætlingarnir aðeins tæpra 4 mánaða en sá elsti, Tröllatungu Valur Logi, sem ákvað að halda upp á 15 ára með því að mæta í jólagönguna. Hann varð 15 ára þann 8. Desember. Ótrúlega sprækur og fallegur öldungur.
Lesa áfram Aðventuganga um HafnarfjörðSíðasta sýning ársins, Winter Wonderland sýningin, fór fram helgina 27. – 28. nóvember í glæsilegri reiðhölls Spretts í Kópavogi. Sýningin var NKU og Crufts qualification sýning. Þetta var stærsta sýning félagsins frá upphafi en alls voru 1.150 hundar skráðir. 50 cavalierar voru skráðir þar af 12 hvolpar. Svein Bjarne Helgesen frá Noregi dæmdi cavalierana.
BOB var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi og BOS ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrina Una, bæði fengu NCAC stig og Crufts qualification. Þetta var þriðja NCAC stig Teresajo Sabrinu Unu og hún því orðinn Nordic meistari. Rakkameistarastigið kom í hlut Bonitos Companeros Mr. Spock og tíkarmeistarastigið kom í hlut Hrísnes Lukku. Besti ungliði með ungliðameistarastig var Mjallar Týr. Einnig fékk Hafnarfjalls Unu Brák ungliðameistarastig. Besti öldungur var Eldlukku Salka. Besti hvolpur 4 – 6 mánaða var Koparlilju Erró og besti hvolpur 6 – 9 mánaða Snjallar Silfraða Sylgja.
Nánari úrslit voru eftirfarandi:
Lesa áfram Úrslit af Winter Wonderland sýningu HRFÍ 27. – 28. nóvember 2021Rafrænn fundur haldinn þann 25 nóvember 2021 kl. 17.00
Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.
Dagskrá
Rétt eins og hjá mönnum er munnhirða hunda mikilvægur hluti af almennri vellíðan þeirra. Mikilvægt er að taka á tannhirðu hunda strax þar sem slæm munnheilsa getur tengst öðrum heilsufarsvandamálum og mögulega leitt til dauða. Þar fyrir utan sleikja hundar bæði sig sjálfa og oft eigendur sína og geta þannig flutt bakteríur. Fyrir utan hugsanleg tengsl munnheilsu og annarra sjúkdóma getur alvarlegur tannsjúkdómur verið mjög sársaukafullur en hundar geta fallið sársauka vel og hann getur leitt til breytinga á matarvenjum og hegðun. Heilbrigður munnur ætti að vera með ljósbleikt tannhold.
Lesa áfram Tannhirða hunda20. nóvember 2021 dásamlegur dagur þar sem yndislegt fólk mætti með ferfætlingana sína í göngu í kringum Stórhöfða í Hafnarfirði. Hópurinn var ekki sá fjölmennasti en þó fyllti hann tæpa tvo tugi, 12 manns og 7 hundar. Kannski ekki skrítið á þessum tímum með veiruskrattan á flugi.
En það sem við nutum okkur í stórbrotnu landslagi, með demantana okkar og sólargeislar dönsuðu allt í kringum okkur og okkar fallegu hunda. Við fórum hægt yfir og gengum í rúman einn og hálfan klukkutíma með góðum stoppum. Fegurðin var þvílík og veðrið lék við okkur öll allan tímann. Það var samt dálítil hálka svo góðir skór komu sér vel.
Lesa áfram Dásamleg ganga um Stórhöfða í HafnarfirðiFundur haldinn í Heiðnabergi þann 31. október 2021 kl. 19.30
Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.
Dagskrá: