Flokkaskipt greinasafn: Fundargerðir

7. stjórnarfundur 2025-2026

7. stjórnarfundur 2025-2026

3. desember 2025 kl. 17:00

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 17:20

Milli funda: 

  • Sett inn auglýsing um jólagöngu í Hafnarfirði sem verður næsta sunnudag 7. desember kl. 13.
  • Ákvörðun tekin um dómara fyrir deildarsýningu 2026
  • Stjórn HRFÍ samþykkti ekki að innskráningargjald (nú 1.000 kr.) fyrir heilsufarsvottorð sem fara inn á Hundavefinn, yrði fellt niður í hóphjartaskoðunum deildarinnar. Ákveðið var þó að gefa 50% afslátt af gjaldinu í hópskoðun á vegum deildarinnar. Stjórn Cavalierdeildar lagði til að við myndum þá hafa innskráningargjald innifalið í verði skoðunar og innheimta þannig gjaldið strax, deildin skilar því svo inn til HRFÍ. Þessi tillaga var samþykkt.

Dagskrá:

  1. Farið yfir úrslit sýningar 28.-30. nóvember

Sara Nordin dómari var nokkuð spör á meistaraefni, gaf yfirleitt bara eitt í hverjum flokki. Íslensku ungliðameistarstigin nýttust því ekki á þessari sýningu. Hún nefnir mjög oft hallandi croup í umsögnum og einnig of litlar tennur. 

  1. Farið yfir aungskoðun 13.-15. nóvember 

Einn hundur fór í ræktunarbann (vegna RD Geografisk) og einn sem á að koma í endurmat innan 12 mánaða. Annað svipað og áður, alltaf eitthvað um CD og aukaaugnhár.

  1. MRI skönnun vegna SM

Við þurfum að ná að setja ferlið í gang sem allra fyrst eftir áramót. Nú berast fréttir af hertum kröfum í fleiri tegundum í löndunum í kringum okkur. Eftir cavalier ræktunarbannið í Noregi getum við verið nokkuð viss um að okkar tegund er ofarlega á blaði víða, varðandi það að rannsaka ræktunarklúbba og mögulega herða reglur. Okkar tillaga um fyrsta skref hér er að MRI skanna þá undaneldisrakka sem hafa verið mikið notaðir nú þegar og við teljum að verði mikið notaðir í framtíðinni. Erum þá að sjá fyrir okkur um 4-6 hunda til að byrja með, þá finnum við hvernig allt ferlið gengur fyrir sig og vonandi væri þá hægt að hafa stærri hópskoðun stuttu seinna. 

  1. Heiðrun 

Stefnum á heiðrun fyrir stigahæstu hunda og ræktendur í janúar. Hingað til höfum við gert þetta með mismunandi viðburðum, t.d. farið út að borða saman og síðast var þetta gert á sama tíma og bingó. Spurning hvort við förum út að borða núna eða höldum pálínuboð í húsnæði HRFÍ og þá er hægt að hafa hunda með. Allar tiillögur velkomnar. Nú verður afhentur farandbikar til stigahæsta ræktanda.

  1. Deildarsýning

Næsta vor, helgina 18.-19. apríl, verður haldin tvöföld deildarsýning eins og í ár og dómararnir Viera Stloukalová frá Slóvakíu og Mark Sedgwick frá Bretlandi hafa þegið boð okkar um að koma að dæma. Næst á dagskrá er að panta flug og hótel fyrir þau.

Fundi slitið kl. 19

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir

7. stjórnarfundur 2024-2025

7. stjórnarfundur 2024-2025

25. nóvember 2024 kl. 17:00

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 17:15

Dagskrá fundar:

  1. Úrslit sýningar 24. nóvember

Úrslit sýningar yfirfarin. Dreifing Excellent og Very good í dómum í tegundinni okkar var nokkuð svipuð á þessari sýningu og oft áður, en það sem vakti athygli var að dómarinn Veli-Pekka Kumpumäki frá Finnlandi setti Disqualified á fjóra hunda. Það er saldan gert en í þessu tilfelli var það helst vegna frávika á tönnum. Margir aðrir dómarar láta þá nægja að lækka einkunn niður í Very good eða jafnvel Good.

Cavalier átti svo sannarlega daginn í heildarúrslitum dagsins um bestu hunda sýningar. Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og 4. besti hvolpur 6-9 mánaða Snjallar Tjaldur. Mjallar Garpur varð 3. besti ungliði í tegundahópi 9 og ISCh ISVetCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi komst í 7 hunda úrtak í keppni um besta öldung sýningar. Besti ræktunarhópur dagsins var frá Hafnarfjalls ræktun og síðast en ekki síst náði NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock þeim stórkostlega árangri að verða 4. besti hundur sýningar. 

Til gamans má einnig geta þess að stigahæstu ungu sýnendur ársins, bæði í yngri og eldri flokki, fóru inn í hring með cavalier þegar heiðrun fór fram. Tegundin okkar var því mjög áberandi í úrslitum sem var mög skemmtilegt.

  1. Viðburðir 

Jólaganga í Hafnarfirði á dagskrá laugardaginn 7. desember, viðburður á Facebook.

Sýningaþjálfun fyrir nóvembersýningu gekk mjög vel, það var góð mæting og var þetta því öflug fjáröflun fyrir deildina.

Á nýju ári þarf að fara af stað með fjáröflun fyrir deildarsýningu og stefnum við m.a. á að hafa bingó.

Fundi slitið kl. 18:15

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir