Flokkaskipt greinasafn: Viðburðir

Alþjóðleg sýning 11. júní 2023

BOB og BOS – Snjallar Kastaní Björt á brá og
Eros The Enchanting Dreamcatchers

Um helgina var tvöföld sýning HRFÍ haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á sunnudaginn var alþjóðleg sýning með samtals 1030 skráðum hundum, þar af 60 cavalier en 8 mættu ekki. Einnig voru sýndir 3 ræktunarhópar. Dómari var Dimitrios Antonopoulos frá Svíþjóð.

Dýrabær gaf bikara fyrir BOB, BOS, besta hvolp og besta ungliða, auk þess sem allir hvolpar fengu þátttökumedalíur.

BOB og besti ungliði var Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig. Hún náði einnig 4. sæti í úrslitum um besta ungliða tegundahóps 9. Þetta var hennar annað íslenska ungliðameistarastig og hún því orðin ungliðameistari. Hún er hins vegar of ung fyrir alþjóðlega stigið, sem kom í hlut ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukku sem var önnur besta tík. Þetta er fjórða stig Lukku sem verður alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu frá FCI.

BOS og besti ungliðarakki var Eros The Enchanting Dreamcatchers, með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig, en er of ungur fyrir það alþjóðlega. Annar besti rakki, ISJCh ISW-22 ISJW-22 Eldlukku Ljúfi Bruno, hlaut því alþjóðlega meistarastigið.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldeyjarlilju Orri Óstöðvandi og besti hvolpur 6-9 mánaða Eldlukku Vetrar Snjór.

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Eldlukku ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 11. júní 2023

Reykjavík Winner & NKU Norðurlandasýning 10. júní 2023

BOB og BOS – Eros The Enchanting Dreamcatchers og
Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Um helgina var tvöföld sýning HRFÍ haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á laugardaginn var Reykjavík Winner og NKU Norðurlandasýning með samtals 1040 skráðum hundum, þar af voru 62 cavalier hundar skráðir en 7 mættu þó ekki. Einnig voru sýndir 2 ræktunarhópar. Dómari var Þórdís Björg Björgvinsdóttir.

Dýrabær gaf bikara fyrir BOB, BOS, besta hvolp og besta ungliða, auk þess sem allir hvolpar fengu þátttökumedalíur.

BOB og besti ungliði var Eros The Enchanting Dreamcatchers með ungliðameistarastig, íslenskt meistarstig og Norðurlandameistarastig. BOS og besta ungliðatík var Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, einnig með ungliðameistarastig, íslenskt- og Norðurlandameistarastig. Bæði voru að fá sitt annað ungliðameistarastig og ungliðameistaratitillinn því í höfn. Einnig fá þau titilinn Reykjavík Winner eða RW-23.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldeyarlilju Jökla sem náði svo í 6 hvolpa úrtak í úrslitum um besta hvolp sýningar. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Eldlukku Vetrar Snjór. 

Besti öldungur var NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Teresajo Sabrína Una með öldungameistarastig.

Hafnarfjalls ræktun átti besta ræktunarhóp.

Sjá ítarlegri úrslit hér að neðan:

Lesa áfram Reykjavík Winner & NKU Norðurlandasýning 10. júní 2023