Stjórnarfundur 01.05.2009

Fundargerð 01.05.2009

Stjórnarfundur Cavalierdeildar 01.05.2009

Mættar:  María, Halldóra, Ingibjörg og Guðríður

Stjórn skiptir með sér verkum, María formaður og Guðríður ritari.  Ingibjörg sér um kynningar í Garðheimum ásamt Bjarneyju og Hrefnu skv. ákvörðun á síðasta aðalfundi. Ingunn og Halldóra sjá um að útvega fólk til að vinna á sýningum. Cavalierdeildin á að taka þátt í að setja upp sýninguna í febrúar 2010.  Ingunn og Halldóra taka einnig þátt í fundum vegna afmælissýningar HRFÍ.  Bása- og göngunefnd voru kosnar á aðalfundi – sjá undir stjórnin

Ákveðið að fá Auði Sif til að halda námskeið, í að leiðbeina fólki hvernig best sé að sýna cavalierhunda.  Það verður haldið 18.05 í húsnæði félagsins.  Guðríður mun  leiðbeina um snyrtingu á cavalierhundum á sama tíma.

Ákveðið að athuga með að deildin standi fyrir sýningarþjálfun í júni, einu sinni eða tvisvar, ekki búið að ákveða dags.  Athuga þarf hvort Gustur sé laus.

Talið er nauðsynlegt að fylgjast með því að ræktunarhundar fari í 4ra ára skoðun og æskilegt að 5,6 og 7 ára hundar séu skoðaðir einu sinni á ári.  Rætt var um að standa fyrir skoðun í nóvember.

Ákveðið að stjórnarfundir verði haldnir annan þriðjudag í mánuði