Stjórnarfundur Cavalierdeildar 12.05.2009
Mættar: María, Halldóra, Ingibjörg og Guðríður
Farið yfir niðurstöður augnskoðunar 8. og 9. maí s.l. 28 cavalierar voru skoðaðir, þar af 18 tíkur og 10 rakkar. Einn rakki greindist með Ret. Dysplasi, geographic og fer hann í ræktunarbann. 8 tíkur voru með Corneal dystrophi og 1 rakki. Spurning hvort það er eitthvað hormónatengt þar sem svo miklu fleiri tíkur greinast alltaf en rakkar. 4 voru með Distichiasis eða aukaaugnhár.
Ákveðið að biðja stjórn HRFÍ um að augnvottorð gildi í 25 mánuði í stað 24, svo ekki komi vika til mánuður þar sem hundur hefur ekki gilt vottorð þegar augnlæknir kemur á mismunandi tímum.
Rætt um hjartareglurnar og tilmæli varðandi hjartaskoðanir. Ýmsar breytingar ræddar en fundarmenn sammála um að kominn væri tími til að gera a.m.k. hluta tilmælana að reglu. Ákveðið að hugsa málið betur í 1 – 2 vikur og taka ákvörðun eftir það.
Afmælisteymið gaf skýrslu og greinilega margar góðar hugmyndir þar til umræðu.
Fyrirlestur verður í Gerðubergi á vegum Royal Canin v. skyndihjálpar á hundum. María og Ingibjörg munu sitja hann.
Fræðslufundur verður hjá HRFÍ vegna sjúkdóma í tegundum 4. júní n.k. Kanadískur sérfræðingur sem hefur stundað rannsóknir í Svíþjóð á vegum VÍS AGRIA mun upplýsa um niðurstöður þeirra. Ákveðið að allir stjórnarmenn mæti ef þeir geta komið þvi við.
f.h. stjórnar og ritara
María Tómasdóttir