Stjórnarfundur Cavalierdeildar 07.07.2009 –Mættar: María, Guðríður, Ingunn, Halldóra og Ingibjörg Farið yfir sýningardóma sumarsýningar HRFÍ í lok júní.HRFÍ hefur samþykkt beiðni stjórnar um að augnvottorð gildi í 25 mánuði í stað 24 og einnig breytingu á hjartareglunum. Það þarf að auglýsa á síðunni.Afmælisteymið gaf skýrslu og greinilega margt skemmtilegt í væntum þar. Deildin þarf að sjá um að hafa kynningu á tegundinni eitt kvöld. María og Ingibjörg sátu fund í Gerðubergi sem var á vegum Royal Canin vegna skyndihjálpar á hundum. Efnið var tyrfið og frekar við hæfi dýralækna að þeirra áliti. Fræðslufundur var hjá HRFÍ vegna sjúkdóma í tegundum 4. júní n.k. Kanadískur sérfræðingur sem hefur stundað rannsóknir í Svíþjóð á vegum VÍS AGRIA upplýsti fólk um helstu sjúkdóma í hverri tegund. Hægt er að kaupa disk frá VÍS Agria með nánari upplýsingum fyrir cavalierinn og var ákveðið að gera það. Stjórnarmenn sátu þennan fund.Farið yfir rakkalistann. Nokkrir nýir rakkar, orðnir 2ja ára og nýaugnskoðaðir, geta bæst á listann en sumir hafa ekki enn verið sýndir, vonandi mæta þeir á ágústsýninguna.Farið yfir lista yfir væntanleg got og nýlegar paranir. Mjög mikil ræktun virðist vera í heillita stofninum og mörg got væntanleg en engin blenheim eða þrílit got svo vitað sé.Rætt var um sjúkdómana Episodic Falling og Rough Coat og tekin ákvörðun um að ekki yrðu auglýst got ef einhver ræktaði undan hundi úr gotum, þar sem sjúkdómarnir hafa greinst, (þ.e. báðir foreldrar væru þá berar) þar sem hægt væri að mistúlka það þannig að deildin mælti með gotinu. Helst ætti að vera ræktunarbann á slíkum gotum og þyrfti að hvetja ræktendur til þess ef slík got verða í framtíðinni. Ákveðið að næsti fundur yrði í september.f.h. stjórnar og ritaraMaría Tómasdóttir | |