Stjórnarfundur 08.09 2009


Stjórnarfundur Cavalierdeildar 08.09.2009 –Mættar:  María, Guðríður, Ingunn, Halldóra og Ingibjörg  Farið var yfir sýningardóma vegna afmælissýningar HRFÍ 22. og 23. ágúst.  Sömu hundar virtust raða sér í verðlaunasæti hjá báðum dómurunum í flestum tilfellum. Helle Dan Palson sem dæmdi á laugardeginum var greinilega mjög vel að sér um tegundina, byggingu og hreyfingu. Það vakti þó athygli að nokkrir hundar sem fengu gulan borða á laugardeginum voru gráðaðir excellent á sunnudeginum og allir gallarnir sem laugardagsdómarinn sá virtust hafa gufað upp!  Sést best á þessu hversu misjafnar skoðanir dómarar hafa þótt alltaf sé dæmt eftir „standardinum“ þ.e. ræktunarmarkmiðinu.Rætt var um hjartaskoðanir.  Töluverður misbrestur er á því að ræktendur og eigendur undaneldishunda komi með hundana í 4ra ára skoðun og síðan árlega eftir það. Margir virðast telja að þegar hætt er að nota hundinn /tíkina þurfi ekkert að skoða þau meira. En að sjálfsögðu hvílir sú ábyrgð á þeim sem nota hundinn til undaneldis að koma með hann í árlega skoðun eftir það vegna ræktunar afkvæma þeirra.  Rætt var hvort þyrfti að senda eigendum slíkra hunda bréf eða athuga hvort einhverjir dýralæknanna eða allir,  gætu boðið upp á ódýrari hjartaskoðun einhvern dag eða jafnvel viku núna í haust. Ekki var tekin endanleg ákvörðun en það virðist liggja ljóst fyrir að það þarf að hnippa í fólk.Smáhundakynning í Garðheimum.  Ingibjörg sér um að útvega fólk fyrir kynninguna.Væntanleg got og pörunarbeiðnir.  Mjög rólegt virðist vera í ræktun þessa mánuðina og aðeins vitað um eitt got á leiðinni en tvær tíkur hafa verið paraðar og ein pörunarbeiðni hefur verið afgreidd.Rakkalisti.  Ákveðið var að bíða með endurskoðun á rakkalistanum þar til augnvottorð frá ágústskoðuninni liggja fyrir en einhverjir nýir hundar ættu að geta bæst við og einhverjir detta út með ógildar augnskoðanir.  Listinn verður tekinn fyrir á næsta fundi 13. október og þá ákveðið hvað deildin gerir í sambandi við hjartaskoðun.  f.h. stjórnar og ritaraMaría Tómasdóttir
 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s