Stjórnarfundur Cavalierdeildar 15.10.2009Mættar: María, Guðríður, Ingunn, Halldóra og Ingibjörg Farið var yfir sýningardóma vegna októbersýningar. Dómarinn, Norman Deschuymere virtist vera mjög vel að sér um tegundina og „standardinn“ enda um mjög virtan dómara að ræða. Hann gaf mjög langa og nákvæma dóma og lagði mikla áherslu á byggingu og góðar hreyfingar. Frekar óvenjulegt er að dómarar spái mikið í litasamsetningar en þessi dómari vildi að blenheim hundarnir væru hvítir með brúnum flekkjum en ekki í brúnni kápu eins og sagt er og fengu margir þann dóm að þeir væru of brúnir. Athugasemd var líka gerð ef heillitir hundar höfðu hvítan blett í bringu. Einnig var áberandi að honum fannst margir hundanna of þröngir að aftan og sumir kiðfættir. Miðað við suma dómana var hann þó frekar gjafmildur þar sem hann gaf öllum hundunum excellent eða very good. Hann var þó ekkert að spreða heiðursverðlaunum að óþörfu, t.d. fékk engin af 9 hvolpatíkum 6 – 9 mánaða heiðursverðalaun, þó hann tæki fram um flestar, að þær væru „very promishing“.Rætt var um hjartaskoðanir. Ákveðið að stefna að því að hafa hjartaskoðunarviku 2 – 6. nóvember n.k. og athuga hvort dýralæknar séu tilbúnir að bjóða upp á skoðun á lækkuðu verði. Lagt fram bréf sem hægt væri að senda eigendum hunda, sem hafa ekki farið í skoðun við 4ra, 5 eða 6 ára aldur og hvetja þá til að nota þetta tækifæri. Einnig ákveðið að setja bréfið á cavaliersíðuna, þannig að allir sem vilja geti komið með hundana sína í skoðun. Augnvottorð. Farið yfir augnvottorðin frá 22. – 23. ágúst. Mjög góð þátttaka var en 33 hundar voru skoðaðir, 22 tíkur og 11 rakkar. Enginn greindist með alvarlegan augnsjúkdóm en 5 voru með CD eða kolestrol-fituútfellingar, í öðru eða báðum augum og 3 með Distichiasis eða aukaaugnhár.Væntanleg got og pörunarbeiðnir. Aðeins er vitað um eitt got á leiðinni en 2 tíkur til viðbótar hafa verið paraðar en ekki komið í ljós hvort þær eru hvolpafullar. Greinilegt er því að töluverður samdráttur verður í hvolpaskráningum þetta árið. Tvær paranabeiðnir voru teknar fyrir og ákveðið að svara þeim við fyrsta tækifæri. Vitað er um að nokkuð margir eru að spá í pörun á næstu mánuðum.Rakkalisti. Lagður fram endurskoðaður listi undaneldishunda. Eftir síðustu augnskoðun bættust nokkrir nýir hundar á listann en gott úrval er nú af blenheim rökkum til ræktunar. Rakkar sem eru með gild augnvottorð, orðnir 2ja ára eða eldri og hafa verið sýndir með eink. Ex. eða VG eru á listanum. Nýr rúmlega 2ja ára ruby rakki er kominn til landsins og bætir það vonandi stöðu heillitu hundanna en sárlega hefur vantað nýtt blóð í þann stofn. Öldungarnir okkar. Lengi hefur staðið til að taka saman lista yfir cavalierhunda sem náð hafa 11 ára aldri eða meira (bæði lifandi og dána) til að birta á vefsíðunni okkar. Lagður fram listi yfir þá hunda sem vitað er um en þeir eru í dag 38 talsins. Þrír hundar hafa komist vel yfir 14 ára aldurinn en aldursforseti í dag er Nettu Rósar Depill, rúmlega 14 ára gamall. Ákveðið að birta listann á síðunni og vonandi bætast þá einhverjir hundar við sem við vitum ekki um. Gaman væri líka ef hægt væri að setja upp myndaalbúm með þessum hundum.Bréf frá Eldlilju ræktun lagt fram varðandi paranir á hundum með hjartamurr. Ákveðið að svara því ítarlega.f.h. stjórnar og ritaraMaría Tómasdóttir | |