Mættar: María, Guðríður, Ingunn, Halldóra og Ingibjörg Hjartaskoðun í nóvember.Hjartaskoðunarvikan virðist hafa mælst vel fyrir, því tæplega 60 hundar mættu til skoðunar. Helga Finnsdóttir og Lísa og Ólöf á Dýraspítalanum skoðaðu hunda 2. – 6 nóvember en Steinunn í Grafarholti skoðaði hunda 19. og 20. nóvember. 40 tíkur mættu í skoðun og 16 rakkar.26 hundar voru á aldrinum 2ja til 4ra ára, þeir voru allir hreinir.11 mættu í 4ra ára skoðun, þar af greindist ein tík með murr. Hún hefur gotið 3 hvolpum nú í sumar. Fimm ræktunartíkur eiga enn eftir að taka 4ra ára vottorð, vonandi sjá eigendur þeirra sér fært að láta skoða þær fljótlega.9 hundar á aldrinum 5 – 6 ára, einn af þeim hafði murr gr.1. (ekki ræktunardýr)7 hundar á aldrinum 6 – 7 ára, einn með murr gr.1-2 (ekki ræktunardýr)2 hundar 7 – 8 ára, báðir hreinirog einn 1 0 ára cavalier, Drauma Manda, einnig hrein, innilega til hamingju með það.Þetta er mjög góð útkoma en of fáir hundar til að hún sé marktæk.Ákveðið var að reyna að hafa skoðun sem þessa a.m.k. einu sinni á ári ef dýralæknarnir samþykkja það. Væntanleg got og pörunarbeiðnir. Vitað er að 9 tíkur hafa verið paraðar síðan um miðjan október en ekki enn komið í ljós hverjar þeirra eru hvolpafullar, svo það gæti orðið ansi mikið framboð af hvolpum í desember og janúar n.k. Auk þess stendur til að para a.m.k. 7 blenheim tíkur á næstu 2 til 4 mánuðum og hvorki fleiri né færri 13 heillitar. Ef það gengur eftir er ljóst að um mikið offramboð verður að ræða, þar sem miklu minni eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana en áður fyrr.Nú þegar hafa 88 hvolpar verið ættbókarfærðir á þessu ári og 16 hvolpar bættust við í október og nóvember, samtals 106 hvolpar. Einhverjir gætu bæst við í desember, svo þetta ár verður svipað og í fyrra en þá voru 116 hvolpar ættbókarfærðir. Árið 2007 voru 157 hvolpar skráðir, en það var algjört öfgaár í þessu sem öllu öðru.Innflutningur: Tveir cavalierar voru fluttir inn frá Englandi í nóvember. Edda Hlín Hallsdóttir (Hlínarræktun) flutti inn rakkann Russmic Jack Junior, 2 ½ árs ruby rakka og tíkina Leelyn Bobby´s Girl, tæplega ársgamla ruby tík. Sárlega hefur vantað nýtt blóð í heillita stofninn og eru þetta góðar fréttir fyrir ræktendur einlitu hundanna.Öldungarnir okkar. Búið er að setja upp lista á www.cavalier.is yfir þá öldunga sem vitað er um en sennilega skoða ekki margir eigendur gömlu hundanna cavaliersíðuna, svo ef til vill bætast ekki margir við, nema leitað sé eftir því. Myndaalbúm verður sett upp fljótlega, þó mjög fáar myndir hafi reyndar borist ennþá.Áminngarbréf. Bréf frá HRFÍ til ræktanda sem hefur parað tík 4 sinnum þar sem minna en 12 mánuðir hafa liðið milli gota en reglan er sú að ef tík eignast tvö got innan 12 mánaða tímabils verður að hvíla tíkina í a.m.k. 12 mánuði fyrir næsta got, þ.e. það þarf að sleppa 2 lóðaríum og para ekki aftur fyrr en í því þriðja, ef til vill átta ekki allir sig á þessu. Ekki bætti úr skák að tíkin var komin með murr þegar hún var pöruð í seinni 2 skiptin. Frést hefur af goti, þar sem tíkin var pöruð 20 mánaða og 9 mánaða rakki notaður á hana. Ræktandinn fær sennilega áminningarbréf frá Siðanefnd HRFÍ, þar sem tíkur skulu vera fullra 2ja ára við fyrstu pörun skv. grundvallarreglum HRFÍ og reglum cavalierdeildarinnar.Næsti stjórnarfundur verður í janúar.f.h. stjórnar og ritara – María Tómasdóttir | |