Stjórnarfundur 12.jan.2010

Mættar: María, Guðríður, Ingunn og Ingibjörg

Bréf frá HRFÍ þar sem beðið er um álit stjórnar vegna erindis Fuglahundadeildar. Málið rætt og ákvörðun tekin. María sér um að senda svar til HRFÍ.

Pörunarbeiðnir.  Þrjár pörunarbeiðnir hafa borist, viðkomandi fá sendan rakkalista í vikunni.

Væntanleg eru 7 – 8 got í janúar og febrúar sem vitað er um og nokkrar tíkur hafa verið paraðar til viðbótar, þó ekki sé vitað um árangur ennþá. Það verður því nokkuð mikið framboð á cavalierhvolpum á næstu mánuðum. Lítið var um hvolpa í haust og því viðbúið að það yrði töluverð gusa í vor.  

Rakkalistinn.  Nokkrir hundar detta út af listanum, þar sem augnvottorð þeirra eru ekki lengur í gildi en augnvottorðin gilda nú í 25 mánuði.

Vinna við vorsýningu. Cavalierdeildin á að útvega sjálfboðaliða til að vinna við vorsýninguna. Við þurfum 3 í teppin og 4 til að vinna á sýningunni sjálfri.  Athuga með að auglýsa eftir fólki á cavaliersíðunni og á Fésbókinni þegar nær dregur.  Ræða þetta á næsta stjórnarfundi.

Athuga þarf að kaupa bikara og láta letra á farandbikarinn.

 f.h. stjórnar og ritara

María Tómasdótir