Mættar: María, Guðríður, Ingibjörg og Ingunn
Vorsýning HRFÍ
Farið yfir sýningardóma frá vorsýningunni. Dómarinn var ekki strangur og gaf óvenju mörgum hundum excellent og rauðan borða. Engir hundar fengu gulan borða að þessu sinni, þó sumir hefðu kannski átt að fá það miðað við dóminn sem þeir fengu. Annars virðast dómarar undanfarið raða meira og minna sömu hundum í sæti.
Paranir og væntanleg got
Ekkert lát virðist vera á væntanlegum gotum og pörunum, því reikna má með 7 – 8 gotum næsta mánuðinn og einhverjar tíkur eru nýparaðar. Lítil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana.
Ársfundur
Ákveðið var að hafa aðalfundinn þriðjudaginn 23. mars n.k. á skrifstofu HRFÍ Síðumúla.
Búið er að fá Helgu Finns, dýralækni til að flytja stutt erindi og sitja fyrir svörum í sambandi við paranir og meðgöngu.
Ákveðið var að hafa afmæliskaffi í tilefni af 15 ára afmæli deildarinnar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.