Stjórnarfundur 1. febrúar 2011

Mættar: María, Ingibjörg, Guðríður, Ingunn og Halldóra

Ákveðið að hafa ársfund í febrúar í stað mars eins og venjan er, til að koma að fræðslu um feldhirðu fyrir sýningar.

Fundurinn ákveðinn 17. febrúar n.k.  og Gurrý mun þá hafa smá sýnikennslu um feldhirðu eftir fundinn.

Auglýsa þarf fundinn með a.m.k. viku fyrirvara.

Farið yfir drög að skýrslu stjórnar fyrir árið 2010 og útgjöld deildarinnar,  en vistun á síðunni og kostnaður vegna árgjalds lénsins er um 30 þús. krónur.  Ákveðið að hækka got – auglýsingar upp í 2.500.- en áfram verði frítt að auglýsa eldri hunda og hvolpa.

Bikarakaup eru orðin ansi stór liður, en bikarar kosta um 15 – 20 þús. krónur fyrir hverja sýningu sem eru orðnar 4 á ári.  Reyna að fá ræktendur til að taka sig saman og gefa bikara á einhverjar sýningar.

Kosningar

Á næsta ársfundi á að kjósa um 3 stjórnarmeðlimi. Halldóra gefur ekki kost á sér, en Ingibjörg og Ingunn gefa kost á sér til endurkjörs. Elísabet Grettisdóttir hefur látið vita að hún gefi kost á sér í stjórn.

Bása-  og göngunefnd var kosin í fyrra til 2ja ára – svo ekki ætti að þurfa að kjósa í þær nefndir núna.

Garðheimadagar 12. – 13. febrúar

Búið er að fá fólk til að vera á staðnum með hunda sína til kynningar.

Deildarsýningin í mars

Skráningu mun eitthvað seinka á sýninguna, þar sem fyrst þarf að ganga frá HRFÍ sýningunni. Athuga hvort hægt verður að hafa eitthvað lengri skráningarfrest. Þurfum að fá a.m.k. um 40 cavaliera á sýninguna. Bikara vantar fyrir þessa sýningu og ætla María og Ingibjörg að gefa þá.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið

f.h. stjórnar

María

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s