3. Stjórnarfundur 2011


Mættar: María, Ingibjörg, Guðríður og Elísabet1. Farið yfir sýningardóma vegna júnísýningarinnar. 46 cavalierar voru skráðir, mjög fáir rakkar en ágæt þátttaka var í tíkarflokkunum. Flestir fengu excellent. Drauma Abraham stóð sig vel að venju og náði 4. sætinu í tegundahópi 9. 2. Niðurstaða augnskoðunar í júní14 cavalierar voru augnskoðaðir, 7 rakkar og 7 tíkur. 4 tíkur reyndust með Cornea Dystrophi og einn rakki með aukaaugnhár.  Einn rakki greindist með Posterior Polar Cataract og má ekki nota hann í ræktun. 3.DNA prófinNiðurstaða DNA prófa fyrir 22 hunda liggur fyrir. 4 reyndust berar fyrir Episodic Falling og 1 var auk þess beri fyrir Curly Coat. Þetta er nokkuð hátt hlutfall og augljóst að framvegis þarf að DNA prófa öll ræktunardýr fyrir pörun enda frábært að geta komið í veg fyrir þessa sjúkdóma framvegis. Nú þegar hefur öllum eigendum undaneldisrakka verið send greinin um DNA prófin og óskað eftir að eigendur þeirra panti sýnatökubúnaðinn sem allra fyrst. Ákveðið að senda einnig helstu ræktendum með ræktunarnöfn sömu grein með sömu ósk. Prófin hafa kostað minna en við héldum, eða tæpar 8 þús. krónur fyrir hvern hund en stundum reiknast vsk og tollafgr. og kostar prófið þá um 10 þúsund krónur. Stjórnin hefur tekið flest sýnin til að halda kostnaði í lágmarki. Pöntuð hafa verið test fyrir a.m.k.15 hunda í viðbót, sem við vitum um og þar á meðal eru nánast allir mest notuðu undaneldisrakkarnir síðustu árin. Ef foreldrar ræktunardýra eru fríir þarf ekki að taka DNA próf fyrir afkomendurna, þar sem þeir eru þá einnig fríir og sparar það heilmikið, bæði vinnu og peninga.  Þess vegna er nauðsynlegt að mikið notaðir rakkar og tíkur séu prófuð sem allra fyrst.Ákveðið var að setja DNA próf sem tilmæli til ræktenda frá og með 1. júlí n.k. Einnig var ákveðið að senda beiðni til stjórnar HRFÍ, þar sem óskað er eftir að DNA próf verði sett sem regla vegna ættbókarskráninga hvolpa, sem allra fyrst. 4. RakkalistiNokkuð margir rakkar falla af listanum vegna þess að augnvottorð þeirra hafa ekki verið endunýjuð en fjórir rakkar bætast við. Niðurstöðu DNA prófa vantar ennþá fyrir marga rakkana. Einnig er beðið eftir DNA niðurstöðu fyrir foreldra sumra þeirra, svo vonandi þarf ekki að prófa þá alla. 5. Deildarsýning á næsta áriBúið er að ákveða að hafa deildarsýningu á næsta ári þann 21. apríl og verður hún haldin hjá Gæludýrum á Korputorgi ef samþykki stjórnar HRFÍ fæst, en sækja þarf um leyfi  fyrir sýninguna fyrir 1.sept. n.k.  Við höfum boðið Mrs. Normu Inglis með ræktunarnafnið Craigowl að dæma og hefur hún þekkst boðið. Norma er einn þekktasti cavalierræktandinn í Bretlandi og hefur dæmt tegundina út um allan heim og alveg frábært að hún skuli geta komið hingað. 6. SýningarþjálfunSýningarþjálfun á vegum sýningarnefndar var í bílastæðahúsinu við Smáralind fyrir júnísýninguna og tókst hún mjög vel með nýjum þjálfurum. Ákveðið að reyna að hafa framhald á henni fyrir næstu sýningar og ath. þá e.t.v. að breyta staðnum, t.d. bílastæðahúsið í Glæsibæ, þar sem ekki er eins mikill umferðarniður. 7. Kynningarbæklingur fyrir tegundina.Sýnishorn af bæklingnum skoðað og gerðar smábreytingar. Sýningarnefnd falið að athuga með auglýsingar fyrir bæklinginn og fá tilboð í prentun sem allra fyrst, þannig að hann verði tilbúinn fyrir ágústsýninguna.   8. Got ársins 2011Um það bil 50 hvolpar hafa fæðst á árinu og nokkur got eru á leiðinni.  Reikna má með svipuðum hvolpafjölda þetta ár og það síðasta. Eftirspurn er alveg þokkaleg svo væntanlega fá allir hvolparnir góð heimili. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.