4. Stjórnarfundur 2011


Mættar:  María, Guðríður, Ingibjörg, Ingunn og Elísabet1. Deildarsýning. Farið yfir kostnaðaráætlun  vegna væntanlegrar deildarsýningar á næsta ári í apríl. Gurrý tekur að sér að ganga frá henni og María sér um að sækja um leyfi fyrir sýningunni til HRFÍ. Ákveðið að sækja um leyfi fyrir „Junior Winner“ og fleiru sem gæti orðið mjög spennandi. 2. DNA prófin. Nú hafa borist niðurstöður fyrir 45 hunda og eru 32 hundar fríir, 1 beri fyrir CC og 12 berar fyrir EF. Skýring á hversu berum fyrir EF hefur fjölgað er að verið er að prófa hvolpa undan rakka sem reyndist beri fyrir sjúkdóminn og eru því um 50% afkvæma hans berar. Marga cavaliera þarf þó ekki að prófa, þar sem foreldrar þeirra hafa verið DNA prófaðir og reyndust fríir. Við höfum ekki fengið formlegt svar frá HRFÍ vegna umsóknar um reglu vegna DNA prófanna, en höfum fregnað að við fáum samþykki og að reglan taki gildi  1. nóvember n.k.Væntanlegar eru niðurstöður fyrir um 20 hunda til viðbótar á næstu dögum og virðast bæði ræktendur og eigendur undaneldisrakka meðvitaðir um nauðsyn þess að prófa hundana og fúsir til þess. 3. Rakkalisti. Niðurstöður DNA prófa eru komnar fyrir flesta hundana og beðið eftir niðurstöðum fyrir nokkra, en þó eru ennþá einhverjir sem ekki hafa verið DNA prófaðir og ekki vitað hvort eigendur þeirra ætla að gera það. Ákveðið var að benda ekki á hunda til undaneldis héðan í frá nema  niðurstaða DNA prófs liggi fyrir. 3.  Gotlisti ársins 2011. Ræktun fyrstu 6 mánuði ársins virðist ætla að slá öll fyrri met, því frá janúar til júníloka fæddust 84 hvolpar og ef jafnmikil fjölgun verður á næstu 6 mánuðum verður hvolpafjöldinn meiri en metárið 2007 en þá fæddust rúmlega 150 hvolpar. Vitað er um fimm væntanleg got og nokkrar tíkur til viðbótar hafa verið paraðar, svo ekki ætti að vera skortur á cavalierhvolpum á næstunni.  4. Sýningarþjálfun fyrir ágústsýninguna. Ákveðið hefur verið að sýningarþjálfun á vegum deildarinnar verði  15. og 22. ágúst kl. 20.00 í bílastæðahúsinu í Glæsibæ. 5. Kynningarbæklingur. Fallegur, litprentaður bæklingur er í vinnslu og ætti að vera tilbúinn fyrir ágústsýninguna. Kaupa þarf plaststanda til að hafa í básnum og á smáhundadögum í Garðheimum. 6. Félgasfundur í september. Ákveðið var að hafa kaffi – og spjallfund í september í sambandi við DNA prófin og sjúkdómana Episodic Falling og Curly Coat.  Staðsetning verður líklega á skrifstofu HRFÍ. Nánar auglýst síðar. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitiðf.h. stjórnar – María Tómasdóttir