5. Stjórnarfundur 2011


Mættar: María, Ingibjörg, Elísabet, Guðríður og Ingunn.
1. Ágústsýningin
Farið yfir sýningardóma vegna ágústsýningarinnar.
2. Fyrirhuguð deildarsýning næsta vor.
15. september barst stjórninni bréf frá stjórn HRFÍ, þar sem okkur var tjáð að engar deildarsýningar yrðu leyfðar 2012, vegna samdráttar í skráningum á sýningar félagsins á þessu ári. Bréfið er birt í heild sinni á forsíðunni.
Þetta bréf kom stjórninni mjög á óvart enda engin fordæmi fyrir því að deildarsýningar séu ekki leyfðar ef fyrirsjáanlegt er að þær standi undir sér. Búið var að bjóða Normu Inglis (Craigowl) óformlega að koma og dæma á væntanlegri sýningu og hafði hún þekkst boðið. Stjórn HRFÍ var sent bréf 20.september og hún beðin um að endurskoða ákvörðunina. Ekkert svar hefur borist við því bréfi. Stjórn var boðuð á fund 27. sept. með öðrum deildum sem höfðu sótt um deildarsýningar til að semja sameiginlegt bréf til stjórnar HRFÍ vegna þessarar ákvörðunar og átti að leggja það fram á fulltrúaráðsfundi þann 28. september s.l. Á fulltrúaráðsfundinum var hins vegar ítrekuð ákvörðun stjórnar HRFÍ um að engar deildarsýningar yrðu leyfðar á árinu 2012, svo þessi ákvörðun er endanleg.Senda þarf afboðun og afsökunarbeiðni til Mrs.Normu Inglis vegna þessarar ákvörðunar HRFÍ.

Stjórninni finnst það mjög misráðið hjá stjórn HRFÍ að fella niður deildarsýningar, þar sem dómarar sem hafa sérþekkingu á tegundinni okkar eru mjög sjaldséðir á stóru sýningunum og fátt sem kemur ræktuninni betur en að fá sérfróðan dómara og ræktanda til að leiðbeina okkur en vonandi verður aðeins um þetta eina ár að ræða.3. Uppsetning og vinna við nóvembersýninguna
Cavalierdeildin á að sjá um að útvega 7 starfsmenn við uppsetningu á næstu sýningu. Sýningarnefndin sér um að skipuleggja það.4. DNA prófin
Búið er að taka próf af um 90 hundum. Flestir þeirra sem hafa tekið prófin síðustu vikurnar hafa átt annað og í einstaka tilfelli bæði foreldri sem þekkta bera fyrir EF og hafa þar af leiðandi margir berar fyrir sjúkdóminn greinst undanfarið og einnig örfáir með sjúkdóminn. Aftur á móti hafa aðeins tveir berar fyrir Curly Coat greinst hingað til enda voru þekktir berar strax teknir úr ræktun þegar sá sjúkdómur kom upp og þess vandlega gætt að tveir mögulegir berar pöruðust ekki saman og virðist sjúkdómurinn að mestu hafa ræktast úr tegundinni. Auðveldara var líka að bregðast við þeim sjúkdómi þar sem hann er augljós meðan EF getur leynst í nokkrar kynslóðir án þess að koma nokkurn tíma í ljós, þar af leiðandi höfum við miklu fleiri bera fyrir þann sjúkdóm en nokkurn gat órað fyrir.
Reglan um að DNA próf þurfi að liggja fyrir, áður en parað er, tekur gildi 1. nóvember n.k. Ekki verður framvegis bent á rakka til undaneldis sem ekki hafa tekið þetta próf, en rakkar sem greinast berar verða áfram á rakkalistanum og er það val ræktenda eins og áður hvaða rakka þeir velja.
Ákveðið að deildin kaupi skanna til að staðfesta örmerki hundanna, svo ekki þurfi að fá lánaðan skanna hjá HRFÍ.5. Gotlisti ársins með hvolpanöfnum og DNA merkingum.
Elísabet hefur útbúið gotlista fyrir árin 2009 – 2011, þar sem fram kemur hverjir hafa verið DNA prófaðir og litamerkt niðurstöður, svo nú er fljótlegt að sjá, hverjir þurfa að taka próf og hverjir eru hreinir vegna hreinna foreldra.6. Rakkalisti
Því miður eru nokkuð margir rakkaeigendur sem ekki hafa ennþá látið DNA prófa undaneldishunda sem þegar hafa verið notaðir eða eru á rakkalistanum, vonandi bæta þeir fljótlega úr því en á meðan svo er ekki, hafa ræktendur ekki eins mikið val og því miður bætast fáir nýir hundar á listann.
Til að hægt sé að benda á rakka, verða þeir að vera með gilt augnvottorð, hjartavottorð, DNA próf og hafa fengið að minnsta kosti „very good“ einkunn á sýningu.7. Augnskoðun/hjartaskoðun
Augnskoðun verður um leið og nóvember sýning HRFÍ, nokkrir rakkar á rakkalistanum eru með útrunnin vottorð og sama gildir um hjartavottorðin.
Við höfum í samráði við dýralæknastofur boðið upp á hjartaskoðanir á tilboðsverði einu sinni á ári í 1 til 2 daga, en fáir hafa notfært sér það, svo engin ákvörðun var tekin um að bjóða upp á slíka skoðun að svo stöddu.9. Sýningarþjálfun
Sýningarþjálfun fyrir júnísýninguna var sæmilega sótt en nánast engin þátttaka var fyrir ágústsýninguna. Sýningarnefnd tekur ákvörðun þegar í ljós er komið hversu margir cavalierar verða skráðir á nóvembersýninguna.10. Bikarar fyrir nóvemersýninguna
Kaupa þarf bikara fyrir nóvembersýninguna. Ákveðið að kanna hvort einhverjir 2 – 3 ræktendur vilji taka sig saman og gefa bikara að þessu sinni, annars mun deildin sjá um það eins og oftast áður.11. Heilsufarskönnun fyrir FCI
Bréf barst frá FCI þar sem beðið var um upplýsingar um eftirfarandi:
1. Registration numbers of the Cavalier King Charles spaniels over the last 10 years.
2. Possible breeding programs or research going on in the breed concerning the mitral valve disease (MVD) and Chiari-like malformation (CM/Syringomyelia (SM)
3. Provide all data concerning health programs in the breed
4. Provide data about the mortality (age and possible cause)María hefur þegar svarað þessu bréfi.Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið. 
Stjórnarfundur 5. október 2011
Mættar: María, Ingibjörg, Elísabet, Guðríður og Ingunn.
1. Ágústsýningin
Farið yfir sýningardóma vegna ágústsýningarinnar.
2. Fyrirhuguð deildarsýning næsta vor.
15. september barst stjórninni bréf frá stjórn HRFÍ, þar sem okkur var tjáð að engar deildarsýningar yrðu leyfðar 2012, vegna samdráttar í skráningum á sýningar félagsins á þessu ári. Bréfið er birt í heild sinni á forsíðunni.
Þetta bréf kom stjórninni mjög á óvart enda engin fordæmi fyrir því að deildarsýningar séu ekki leyfðar ef fyrirsjáanlegt er að þær standi undir sér. Búið var að bjóða Normu Inglis (Craigowl) óformlega að koma og dæma á væntanlegri sýningu og hafði hún þekkst boðið. Stjórn HRFÍ var sent bréf 20.september og hún beðin um að endurskoða ákvörðunina. Ekkert svar hefur borist við því bréfi. Stjórn var boðuð á fund 27. sept. með öðrum deildum sem höfðu sótt um deildarsýningar til að semja sameiginlegt bréf til stjórnar HRFÍ vegna þessarar ákvörðunar og átti að leggja það fram á fulltrúaráðsfundi þann 28. september s.l. Á fulltrúaráðsfundinum var hins vegar ítrekuð ákvörðun stjórnar HRFÍ um að engar deildarsýningar yrðu leyfðar á árinu 2012, svo þessi ákvörðun er endanleg.
Senda þarf afboðun og afsökunarbeiðni til Mrs.Normu Inglis vegna þessarar ákvörðunar HRFÍ.
Stjórninni finnst það mjög misráðið hjá stjórn HRFÍ að fella niður deildarsýningar, þar sem dómarar sem hafa sérþekkingu á tegundinni okkar eru mjög sjaldséðir á stóru sýningunum og fátt sem kemur ræktuninni betur en að fá sérfróðan dómara og ræktanda til að leiðbeina okkur en vonandi verður aðeins um þetta eina ár að ræða.3. Uppsetning og vinna við nóvembersýninguna
Cavalierdeildin á að sjá um að útvega 7 starfsmenn við uppsetningu á næstu sýningu. Sýningarnefndin sér um að skipuleggja það.4. DNA prófin
Búið er að taka próf af um 90 hundum. Flestir þeirra sem hafa tekið prófin síðustu vikurnar hafa átt annað og í einstaka tilfelli bæði foreldri sem þekkta bera fyrir EF og hafa þar af leiðandi margir berar fyrir sjúkdóminn greinst undanfarið og einnig örfáir með sjúkdóminn. Aftur á móti hafa aðeins tveir berar fyrir Curly Coat greinst hingað til enda voru þekktir berar strax teknir úr ræktun þegar sá sjúkdómur kom upp og þess vandlega gætt að tveir mögulegir berar pöruðust ekki saman og virðist sjúkdómurinn að mestu hafa ræktast úr tegundinni. Auðveldara var líka að bregðast við þeim sjúkdómi þar sem hann er augljós meðan EF getur leynst í nokkrar kynslóðir án þess að koma nokkurn tíma í ljós, þar af leiðandi höfum við miklu fleiri bera fyrir þann sjúkdóm en nokkurn gat órað fyrir.
Reglan um að DNA próf þurfi að liggja fyrir, áður en parað er, tekur gildi 1. nóvember n.k. Ekki verður framvegis bent á rakka til undaneldis sem ekki hafa tekið þetta próf, en rakkar sem greinast berar verða áfram á rakkalistanum og er það val ræktenda eins og áður hvaða rakka þeir velja.
Ákveðið að deildin kaupi skanna til að staðfesta örmerki hundanna, svo ekki þurfi að fá lánaðan skanna hjá HRFÍ.5. Gotlisti ársins með hvolpanöfnum og DNA merkingum.
Elísabet hefur útbúið gotlista fyrir árin 2009 – 2011, þar sem fram kemur hverjir hafa verið DNA prófaðir og litamerkt niðurstöður, svo nú er fljótlegt að sjá, hverjir þurfa að taka próf og hverjir eru hreinir vegna hreinna foreldra.6. Rakkalisti
Því miður eru nokkuð margir rakkaeigendur sem ekki hafa ennþá látið DNA prófa undaneldishunda sem þegar hafa verið notaðir eða eru á rakkalistanum, vonandi bæta þeir fljótlega úr því en á meðan svo er ekki, hafa ræktendur ekki eins mikið val og því miður bætast fáir nýir hundar á listann.
Til að hægt sé að benda á rakka, verða þeir að vera með gilt augnvottorð, hjartavottorð, DNA próf og hafa fengið að minnsta kosti „very good“ einkunn á sýningu.7. Augnskoðun/hjartaskoðun
Augnskoðun verður um leið og nóvember sýning HRFÍ, nokkrir rakkar á rakkalistanum eru með útrunnin vottorð og sama gildir um hjartavottorðin.
Við höfum í samráði við dýralæknastofur boðið upp á hjartaskoðanir á tilboðsverði einu sinni á ári í 1 til 2 daga, en fáir hafa notfært sér það, svo engin ákvörðun var tekin um að bjóða upp á slíka skoðun að svo stöddu.9. Sýningarþjálfun
Sýningarþjálfun fyrir júnísýninguna var sæmilega sótt en nánast engin þátttaka var fyrir ágústsýninguna. Sýningarnefnd tekur ákvörðun þegar í ljós er komið hversu margir cavalierar verða skráðir á nóvembersýninguna.10. Bikarar fyrir nóvemersýninguna
Kaupa þarf bikara fyrir nóvembersýninguna. Ákveðið að kanna hvort einhverjir 2 – 3 ræktendur vilji taka sig saman og gefa bikara að þessu sinni, annars mun deildin sjá um það eins og oftast áður.11. Heilsufarskönnun fyrir FCI
Bréf barst frá FCI þar sem beðið var um upplýsingar um eftirfarandi:
1. Registration numbers of the Cavalier King Charles spaniels over the last 10 years.
2. Possible breeding programs or research going on in the breed concerning the mitral valve disease (MVD) and Chiari-like malformation (CM/Syringomyelia (SM)
3. Provide all data concerning health programs in the breed
4. Provide data about the mortality (age and possible cause)María hefur þegar svarað þessu bréfi.Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.