4. Stjórnarfundur 2012


Mættar: María, Ingibjörg, Guðríður og ElísabetTil umræðu var fyrst og fremst hvort deildin ætti að sækja um að fá að halda deildarsýningu á næsta ári en frestur til þess rennur út 1. sept.Í ljósi banns við deildarsýningum á síðasta ári og óvissu um hvort framhald verður á því , var ákveðið að festa hvorki tíma né tala fyrirfram við dómara. Niðurstaða var sú að ákveðið var að María sæi um að senda umsókn til HRFÍ. Rætt um stöðu ræktunarinnar og mikið hvolpaframboð en litla eftirspurn, mikil aukning er á gotum á fyrri hluta ársins miðað við fyrra ár. Ákveðið að halda annan fund 12. september og fara þá yfir sýningardóma frá júní og ágústsýningunni. Þar sem lítil skráning var á ágústsýninguna var ákveðið að deildin væri ekki með sýningarþjálfun. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.f.h.stjórnarMaría Tómasdóttir