Mættar: María Tómasdóttir, Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Ingunn Hallgrímsdóttir. 1. DeildarsýningSvohljóðandi svar hefur borist frá HRFÍ vegna umsóknar okkar um deildarsýningu vorið 2013: „Á stjórnarfundi stjórnar Hundaræktarfélags Íslands 19. september sl. voru samþykktar eftirfarandi breytingar á Starfsreglum ræktunardeilda, kafla V. Deildarsýningar:V. Deildarsýningar1. Ræktunardeildum er heimilt að halda deildarsýningar að fengnu leyfi stjórnar HRFÍ og fenginni umsögn sýningarstjórnar HRFÍ. Umsókn þarf að hafa borist stjórn HRFÍ eigi síðar en 6 mánuðum áður en sýning er fyrirhuguð. Leitast skal við að velja dómara sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi tegund (tegundum).2. Umsókn skal fylgja fjárhagsáætlun, stað- og dagsetning sýningar og hvaða tegund skal dæma (tegundir í tilviki hóp- og safndeilda). Umsókn og fjárhagsáætlun skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum (Umsókn um deildarsýningu, Fjárhagsáætlun deildarsýningar) sem aðgengileg eru á heimasíðu HRFÍ. Umsókn er metin ófullnægjandi ef niðurstaða fjárhagsáætlunar er neikvæð, þ.e. gjöld eru hærri en tekjur. Hagnaður rennur til ræktunardeildar. Ræktunarstjórn ábyrgist á fullnægjandi hátt verði tap af viðkomandi sýningu.3. Tillaga um dómara sem bjóða skal með hæfilegum fyrirvara, ber að fylgja umsókn. Boð til dómara skal vera skriflegt, með bréfi eða tölvupósti, sent af formanni ræktunardeildar með afriti til framkvæmdastjóra og sýningarstjórnar HRFÍ.4. Stjórn ræktunardeildar skal skipa sýningarnefnd sem ber ábyrgð á að framkvæmd sýningar sé samkvæmt sýningareglum HRFÍ.5. Undirbúningur, skipulag og framkvæmd sýningar er í höndum sýningarnefndar ræktunardeildar. Stjórn ræktunardeildar getur óskað eftir aðstoð sýningarstjórnar HRFÍ. Ræktunardeildir geta fengið sýningarmuni (borð, stóla og úrvinnslugögn), ætlaða til notkunar á deildarsýningum, að láni hjá HRFÍ gegn tryggingu fyrir skilum og skemmdum.Að fengnu leyfi fyrir deildarsýningu skal sýningarstjórn ræktunardeildar skila útfylltu eyðublaði (Framkvæmd sýningar) til HRFÍ sem aðgengilegt er á heimasíðu félagsins.Ræktunardeild leggur til fólk til aðstoðar á skrifstofu HRFÍ ef óskað er, vegna undirbúnings sýningar og/eða úrvinnslu sýningargagna.Skráning á deildarsýningu og greiðsla skráningargjalds fer fram á sama hátt og á aðrar sýningar félagsins.Skila ber uppgjöri (á eyðublaðinu Fjárhagsáætlun deildarsýningar) til HRFÍ eftir sýningu ásamt reikningum. Verð deildarsýningar og afslættir eru skv. gjaldskrá félagsins.6. Starfsreglur ræktunardeilda nr. V.1 til V.5 hér að ofan gilda einnig um ræktunarskoðun hunda.7. Að öðru leyti gilda sýningareglur Hundaræktarfélags Íslands og dómarareglur FCI.8. Stjórn HRFÍ er heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum.Stjórn HRFÍ hefur samþykkt deildarsýningu Cavalierdeildar. Verið er að vinna í því að koma eyðublöðum á vefsíðuna sbr. ofangreint.Með bestu kveðju,f.h. stjórnar Hundaræktarfélags Íslands,Valgerður Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri / Manager Hundaræktarfélag Íslands“Samkvæmt þessu hefur fengist leyfi fyrir væntanlegri deildarsýningu. Þegar eyðublöðin liggja fyrir þarf því að sækja um skv. þessum nýju reglum.Ákveðið var að stjórnin ásamt sýningarstjórninni mundi skipa sýningarnefndina.Guðríður og Elísabet skipta með sér formennsku.Sýningardagur var ákveðinn laugardagurinn 20. apríl og ætlar Elísabet að athuga með húsnæði hjá Gæludýrum á Korputorgi.María mun hafa samband aftur við Normu Inglis, dómara og ræktanda í Bretlandi og athuga hvort hún hafi tök á að dæma hjá okkur næsta vor. 2. Afsláttur af hvolpum vegna eineistunga eða annarra galla sem koma í veg fyrir ræktun og sýningarRætt var hvað væri eðlilegur afsláttur vegna þessara galla og hvað væri gert í svipuðum tilvikum hjá öðrum tegundum. Hjá flestum ræktendum innan deildarinnar hefur verið gefinn afsláttur sem samsvarar 1/3 af gangverði tegundarinnar eða um 60 þús. krónur. Í tilviki eineistunga er afslátturinn greiddur eftir á eða um 8 – 9 mánaða aldurinn, hafi eistu ekki gengið niður þá. Ef um yfirbit eða litagalla er að ræða er afslátturinn veittur strax. Verð er alltaf samningsatriði milli kaupanda og seljanda og engar reglur um það en álit stjórnarinnar er að þetta sé sanngjarnt fyrir báða aðila. 3. Hvolpar og auglýsingarMikið framboð er þessa dagana af hvolpum af öllum tegundum og má sjá glögg merki þess á auglýsingavefnum bland.is . Góð heimili liggja ekki á lausu og eru um þessar mundir óvenju margir cavalierhvolpar sem eru tilbúnir til afhendingar en hafa ekki fengið heimili. Cavaliersíðan er kannski ekki efst í huga þeirra sem eru að leita sér að cavalierhvolpum og því spurning hvort ætti að auglýsa síðuna þar. Nokkir ræktendur hafa auglýst hvolpa sína þar en ekki vitað hvort það hafi borið árangur. Málið rætt en engin ákvörðun tekin. Fundi slitiðf.h. stjórnarMaría Tómasdóttir |