6. Stjórnarfundur 2012


 Mættar: María Tómasdóttir, Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Elísabet Grettisdóttir og Ingunn Hallgrímsdóttir. 1. DeildarsýningNú eru eyðublöð vegna umsókna um deildarsýningar komin á vefsíðu HRFÍ og þarf því að fylla þau út á réttan hátt sem allra fyrst , þ.e. umsókn um deildarsýninguna okkar og fjárhagsáætlun.  Einnig þarf að skrifa formlegt boðsbréf til dómara og athuga hvort hún samþykkir dómaraefni  í hringnum en óskað hefur verið eftir því,-  það yrði þá sama framkvæmd og á nóvembersýningunni, þegar Þórdís B.Björgvinsdóttir dæmdi einnig cavalierana. Dómarinn Mrs. Norma Inglis (Craigowl) hefur samþykkt óformlega að dæma hjá okkur. Það hefur áður komið til tals hvort hægt væri að fá undanþágu frá sýningarreglum HRFÍ og velja besta cavalier í hverjum lit, áður en BOB og BOS eru valin og þá þarf auðvitað líka að leita samþykkis hjá dómaranum.  Gæti gert sýninguna skemmtilegri og e.t.v. fengjum við betri skráningu. Við höfum nú þegar fengið ritara, en okkur vantar aðstoðarritara, hringstjóra og sýningarstjóra. Húsnæði hefur fengist hjá Gæludýrum.is,  Korputorgi. 2. Dómar á nóvembersýningunniDómar á nóvembersýningunni voru vægast sagt MJÖG bláir en það má segja að sýningarnar á þessu ári hafa skipst í rautt og blátt. Febrúarsýningin var mjög rauð, júnísýningin blá, ágústsýningin rauð og nóvembersýningin sló öll met í bláu borðunum.  Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart þar sem við fengum finnskan dómara, Tapio Eerola, en augljóst var af dómunum að hann hafði mjög góða þekkingu á tegundinni, þó hann væri strangur dómari.  Skráning var góð en 50 cavalierar voru skráðir, þar af 13 hvolpar en 3 þeirra fengu heiðursverðlaun.  Af 12 rökkum fengu aðeins 3 excellent og rauðan borða og ekki var útkoman betri hjá tíkunum sem voru 22. Fyrir utan meistarana 2, fengu aðeins 4 excellent, 1 í hvorum flokki, ungliða- og unghunda- og 2 í opnum flokki. 3 rakkar fengu meistaraefni og 4 tíkur, svo það var ekki einu sinni fullskipað í rakkasætin fjögur.  Cavalierarnir riðu ekki feitum hesti í úrslitum, því aðeins hvolpurinn í flokknum 4 – 6 mánaða náði 4. sæti í BIS. hvolpur dagsins. 3. Augnskoðun21 cavalier mætti í augnskoðun, 12 tíkur og 9 rakkar.  2 greindust með Cornea Dystrophi og 5 með Dist. eða aukaaugnhár.  1 hundur þarf að mæta aftur vegna gruns um katarakt og 1 greindist með mjög vægt Ret.Dysplasia – multifokal, en samkvæmt reglunum okkar fer hann í ræktunarbann. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið, f.h.stjórnarMaría