1. Stjórnarfundur 2013

Mættar: María, Ingibjörg, Guðríður og Elísabet

Dagskrá:  Undirbúningur fyrir cavaliersýninguna  20. apríl 2013

Farið var yfir helstu verkefni vegna sýningarinnar.

Gengið var frá umsókn samkvæmt nýjum eyðublöðum vegna deildasýninga og fjárhagsáætlun.

Sett upp dagskrá með þeirri breytingu að besti unghundur yrði valinn, auk besta cavaliers í hverjum lit.

Panta þarf flug og hótel fyrir dómara, útbúa auglýsingu vegna sýningar, sækja um leyfi fyrir henni, útvega starfsfólk og verðlaunagripi.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.

f.h.stjórnar

María Tómasdóttir