4. Stjórnarfundur 2015

á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 108 Reykjavík

Mættar eru: Guðríður Vestars, Ingibjörg Halldórsdóttir, Gerður Steinarsdóttir, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Guðrún Birna Jörgensen.

1. Dómar frá septembersýningu HRFÍ – Farið yfir dóma frá septembersýningu HRFÍ.

2. Nóvembersýning HRFÍ –  Cavalierdeildin er ein af 6 deildum sem ber ábyrgð á uppsetningu, vinnu á sýningu og frágangi á sýningu í þetta sinn. Samþykkt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum á vefsíðu og fésbókarhópnum „Við elskum Cavaliera“.  Deildin þarf að manna eftirfarandi störf:

a. 5 aðila í uppsetningu sýningar. Stefnt er að því að sýningin verði sett upp fimmtudaginn 12. nóvember.
b. 2 aðila í frágang eftir úrslit á laugardegi
c. 1 manngildi á laugardegi – í þrif, eftirlit og dyravörslu (einn eða fleiri sem skipta deginum á milli sín).
d. 1 manngildi á sunnudegi – í þrif, eftirlit og dyravörslu (einn eða fleiri sem skipta deginum á milli sín).
e. 5 aðila í frágang sýningar á sunnudegi.

3. Sýningarþjálfun – Deildin mun bjóða upp á sýningarþjálfun fimmtudagana 29. október og 5. nóvember á Korputorgi. Þjálfari er Ásta María Karlsdóttir. 

4. Aðventukaffi deildarinnar – verður haldið á Korputorgi 29. nóvember kl. 13. Veita á verðlaun fyrir stigahæsta hund ársins líkt og gert var á síðasta ári. Verðlaunaafhendingin verða auglýst með í auglýsingu um aðventukaffið. 

5. Önnur mál
a. Það er engin eftirspurn eftir hvolpum núna.
b. Dýrabær mun gefa bikara fyrir nóvembersýningu HRFÍ

Fundi slitið kl. 21:00
Fundargerð ritaði Guðrún Birna Jörgensen