Mánudaginn 9. maí kl.19:30 var 2. fundur stjórnar cavalierdeildar HRFÍ. Fundurinn var haldin á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.
Mættar voru: Gerður Steinarrsdóttir, formaður, Þóra Margrét Sigurðardóttir, ritari, Ingibjörg Halldórsdóttir, Bryndís Óskarsdóttir og Hrönn Thorarensen.
Dagskrá fundar:
1. Hvolpateiti
Rætt var um hvolpahitting sem áætlað er að halda í júní. Stjórnarmeðlimir skiptu með sér verkum; að finna húsnæði, athuga með veitingar, senda út tölvupóst á ræktendur og fleira í þeim dúr. Áætlað er að hittast aftur á næstu vikum til þess að skipuleggja nánar.
2. Deildin og Facebook
Ákveðið var að stofna síðu á Facebook sem eingöngu er fyrir cavaliereigendur innan HRFÍ. Þar munu stjórnarmeðlimir vera “admins” og þar mun fara fram allt sem við kemur deildinni, svo sem viðburðir, tilkynningar, fræðsluefni, úrslit af sýningum og ýmislegt fleira. Síðan mun heita Cavalierdeild HRFÍ. Upp kom sú hugmynd að kanna áhuga félagsmanna á viðburðum sem deildin getur staðið fyrir, það verður gert með haustinu.
3. Önnur mál
Gerður, formaður stjórnar, og Ingibjörg munu koma til með að funda með dómaranefnd seinna í mánuðinum vegna dóma frá febrúarsýningunni.
Fundi var slitið kl. 22.
Fundargerð ritaði Þóra Margrét Sigurðardóttir.