3. Stórnarfundur 2016

3. stjórnarfundur cavalierdeildar HRFÍ var haldin 11. ágúst 2016 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15 og hófst kl. 19:30.

Mættar voru: Gerður Steinarrsdóttir, formaður, Þóra M.Sigurðardóttir ritari, Ingibjörg E.Halldórsdóttir, Bryndis Óskarsdóttir og Hrönn Thorarensen 

Dagskrá fundarins:

1) Dómar júlísýningar
Ekki var farið yfir dómana að þessu sinni, það verður gert á næsta fundi en fyrirhugað er að hafa fund aftur í lok þessa mánaðar.


2) Deildarsýning 2017
Byrjað var að ræða hugmyndina að deildarsýningu á næsta ári. Enn er undirbúningur á byrjunarstigi svo ekki er unnt að greina frá neinu að þessu sinni.


3) Viðburðanefnd
Sú hugmynd að koma af stað reglulegum viðburðum á vegum deildarinnar var rædd. Upp kom sú umræða að víkka mögulega hlutverk göngunefndar og fela þeirri nefnd það verkefni ef meðlimir nefndarinnar væru samþykkir því. Þóra gæti þá hugsanlega bæst við í þá nefnd strax og sú vinna færi af stað sem fyrst en formleg breyting yrði þó ekki gerð fyrr en á aðalfundi á næsta ári. Verið er að skoða þennan möguleika með þeim sem að málinu koma að svo stöddu.


4) Hvolpaverð
Viðmiðunarverð hefur hækkað úr 195.000 kr. í 215.000 kr. með tryggingu. Viðmiðunarverð án tryggingar er þá 200.000 kr. og mun rakkatollur hækka í samræmi við það.


5) Sýnendanámskeið
Stjórnin tók ákvörðun um að skipuleggja ekki sýnendanámskeið á vegum deildarinnar að þessu sinni. Stjórnin mun sjá um sýningarþjálfun fyrir septembersýninguna og mun það vera auglýst þegar þar að kemur.


6) Önnur mál
Farið var yfir rakkalista og rætt um þá stöðu sem komin er upp hvað varðar ræktun en það er mikil eftirspurn eftir hvolpum en lítið framboð.

Gerður gerði grein fyrir fundum sínum og Ingibjargar með dómaranefnd vegna nokkurra dóma á febrúarsýningunni.
Óformlegur fundur stjórnar var haldin á kaffihúsi 29.5. þar sem hvolpahittingurinn var skipulagður en hann var haldinn 2.6. í Sólheimakoti og heppnaðist einstaklega vel. Þar hittust 27 hvolpar á aldrinum 3 – 18 mánaða ásamt fjölskyldum sínum, alls 44 manns. Stjórnin bauð upp á veitingar, grillaðar pylsur, gos og snarl fyrir menn og hunda. Veðrið var yndislegt og ætla má að flestir hafi haft gaman að.

Helgina 23.og 24. júlí var tvöföld útisýning HRFÍ haldin í Víðidalnum. Stjórnin stóð fyrir sýningarþjálfun fyrir þá sýningu.

Fundi slitið kl. 22:30  


Fundarritari: Þóra Margrét.