Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 9. apríl 2018
Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15
Mættar: Valka Jónsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Ingibjörg E. Halldórsdóttir.
Fundur hófst kl. 20:00
Dagskrá:
- Dómar Norðurljósasýningar HRFÍ 3. – 4. mars 2018. Farið var yfir dóma sýningarinnar. Góður árangur náðist, því deildin eignaðist fjóra nýja meistara á þessari sýningu.
- Í ljósi betri fjárhags deildarinnar þar sem Dýrabær hefur ákveðið að kaupa auglýsingar á facebook síðum hennar, verður unnt að bjóða ræktendum að auglýsa gotin sín frítt á vefsíðu deildarinnar http://www.cavalier.is Að sjálfsögðu eru öll framlög til deildarinnar áfram vel þegin.
- Rædd var sú hækkun sem hefur orðið á cavalier hvolpum undanfarin misseri og er gangverð nú um 230 – 250 þúsund krónur. Rakkatollur er áfram eins og áður 20% af hvolpaverði.
- Viðburðadagatal fyrir 2018-2019:
————-
- Hjartaskoðanir verða 2x á ári. Næsta skoðun verður þann 3. mai n.k.
- Hvolpahittingur. Áætlað er hann verði 24. maí n.k.
- Sólheimakot að sumri. Farið verður í létta göngu og síðan grillað saman. Þessi viðburður verður þann 20. júní kl. 18:00
- Miðbæjarrölt. Gengið um miðbæ Reykjavíkur og stoppað á kaffihúsi þar sem hægt er að sitja úti. Þessi viðburður verður þann 15. júlí.
- Hvolpasýning: Tímasetning viðburðar er enn óákveðin.
- Lausaganga. Gengið verður frá Kaldárseli og um Undirhlíðar. Gangan verður þann 15. ágúst.
- Seltjarnarnes. Seltjarnarnesgangan verður þann 7. október.
- Aðventukaffi. Það verður haldið þann 2. desember í Sólheimakoti
- Jólaganga í Hafnarfirði verður þann 9. desember.
- Nýársganga. Nýársgangan í kringum Reykjavíkurtjörn verður þann 13. janúar 2019.
- Elliðarárdalur. Elliðaársdalsgangan verður þann … mars 2019.
Fundi slitið kl. 22:00
Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen