4. Stjórnarfundur 2018

Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 9. apríl 2018

Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15

Mættar: Valka Jónsdóttir, Gerður Steinarrsdóttir, Hrönn Thorarensen, Þóra Margrét Sigurðardóttir og Ingibjörg E. Halldórsdóttir. 

Fundur hófst kl. 20:00 

Dagskrá: 

  1. Dómar Norðurljósasýningar HRFÍ 3. – 4. mars 2018.  Farið var yfir dóma sýningarinnar.  Góður árangur náðist, því deildin eignaðist fjóra nýja meistara á þessari sýningu.  
  2. Í ljósi betri fjárhags deildarinnar þar sem Dýrabær hefur ákveðið að kaupa auglýsingar á facebook síðum hennar, verður unnt að bjóða ræktendum að auglýsa gotin sín frítt á vefsíðu deildarinnar http://www.cavalier.is  Að sjálfsögðu eru öll framlög til deildarinnar áfram vel þegin.
  3. Rædd var sú hækkun sem hefur orðið á cavalier hvolpum undanfarin misseri og er gangverð nú um 230 – 250 þúsund krónur. Rakkatollur er áfram eins og áður 20% af hvolpaverði.
  4. Viðburðadagatal fyrir 2018-2019:

————-

  1. Hjartaskoðanir verða 2x á ári.  Næsta skoðun verður þann 3. mai n.k.
  2. Hvolpahittingur.  Áætlað er hann verði 24. maí n.k. 
  3. Sólheimakot að sumri.  Farið verður í létta göngu og síðan grillað saman.  Þessi viðburður verður þann 20. júní kl. 18:00
  4. Miðbæjarrölt.  Gengið um miðbæ Reykjavíkur og stoppað á kaffihúsi þar sem hægt er að sitja úti.  Þessi viðburður verður þann 15. júlí.
  5. Hvolpasýning:  Tímasetning viðburðar er enn óákveðin.
  6. Lausaganga.  Gengið verður frá Kaldárseli og um Undirhlíðar.  Gangan verður þann 15. ágúst.
  7. Seltjarnarnes.  Seltjarnarnesgangan verður þann 7. október.
  8. Aðventukaffi.   Það verður haldið þann 2. desember í Sólheimakoti
  9. Jólaganga í Hafnarfirði verður þann 9. desember.
  10. Nýársganga.  Nýársgangan í kringum Reykjavíkurtjörn verður þann 13. janúar 2019.
  11. Elliðarárdalur.  Elliðaársdalsgangan verður þann … mars 2019.

Fundi slitið kl. 22:00

Fundargerð ritaði Hrönn Thorarensen