5. Stjórnarfundur 2018


Fundarstaður: Skrifstofa HRFÍ, Síðumúla 15, Reykjavík. Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Ingibjörg E. Halldórsdóttir, Hrönn Thorarensen og Þóra Margrét Sigurðardóttir. Valka Jónsdóttir var fjarverandiFundur hófst kl. 19:30 Dagskrá: Hóphjartaskoðun deildarinnarSkoðunin gekk mjög vel fyrir sig. 22 cavalierar mættu og af þeim voru 18 með hreint hjarta en 4 greindust með míturmurr af gráðu 1 til 4. Aldursforsetarnir voru systurnar Skutuls Dula og Skutuls Dögun 11.3 ára og báðar fríar af murri. Hvolpahittingur 24. maíFarið var yfir undirbúning vegna viðburðarins 24. maí n.k. í Sólheimakoti.Sýningarþjálfun fyrir sýningar HRFÍ í júníÓvenju margir hvolpar eru skráðir á hvolpasýninguna þann 8. júní og er það mjög ánægjulegt. Auk þess eru 17 cavalierar skráðir á laugardeginum og 18 á sunnudeginum. Ákveðið að deildin standi fyrir einni til tveimur sýningarþjálfunum fyrir sýningarnar.Bikarar fyrir hvolpasýninguna 8. júníVegna fjölda skráðra hvolpa á sýninguna var ákveðið að kaupa bikara fyrir hvolpaflokkana að þessu sinni. Fleira var ekki tekið fyrirFundi slitið kl. 21:00Fundargerð ritaði Hrönn ThorarensenAð loknum fundi, fundaði stjórn með kynningarnefnd, þar sem farið var yfir starfsárið. Stjórnin óskaði eftir aðstoð nefndarinnar við framkvæmd hvolpahittingsins og var því vel tekið.