5. Stjórnarfundur 2020

Stjórnarfundur Cavalierdeilar HRFÍ Miðvikudaginn 25.mars 2020 

Fjarfundinn sátu: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir. 

Fundur settur kl. 17:00 

Dagskrá: 1. Vefsíða 2. Stefnumótunarvinna/framkvæmdaráætlun framvinda 3. Pistill,kynning/efnistök 4. Önnur mál 

Vefsíða Farið yfir nokkrar tegundir af vefsíðugerðum og ákveðið að skoða betur verð og útlit og fara yfir á næsta fundi. Stefnumótunarvinna/framkvæmdaráætlun framvinda Búið er að fresta feldhirðunámkeiði og hjartaskoðun vegna samkomubanns. Einnig var tekin sú ákvörðun að setja ekki á dagskrá göngu fyrr en samkomubanni er lokið. Pistill,kynning/efnistök Byrjað verður á kynningu um stjórn og markmið deildarinnar ásamt hlutverki deildarinnar á facebook. Markmiðið að hafa pislana stutta og fróðlega tengda tegundinni. Önnur mál: Sýning, umræður um deildarsýningu ákveðið að taka fyrir á næsta fundi. Hvolpaverð/rakkatollur 

Samþykkt að taka verðin út af heimasíðu þar sem rakkatollur og kaupverð er samkomulagsatriði á milli tíkareiganda og rakkaeiganda annarsvegar og hinsvegar tíkareiganda og hvolpakaupanda. 

Næsti fundur ákveðinn 

Fundargerð lesin og samþykkt 

Fundi slitið kl 19:06 Fundargerð ritaði Steinunn Rán