6. Stjórnarfundur 2020

Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ Miðvikudaginn 15.apríl 2020 

Fjarfundinn sátu: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir. 

Fundur settur kl. 17:00 

Dagskrá: 

1. Kynning á stjórn 2. Framkvæmdaráætlun samantekt 3. Vefsíða 4. Bréf frá Ræktunar og staðlanefnd 5. Viðburðir eftir breytingu á samkomubanni 6. Önnur mál 

Kynning á stjórn, samþykkt að setja inn á heimasíðu og facebook kynningu með myndum af stjórn og svo í framhaldinu að setja inn kynningu á göngunefnd og kynningarnefnd. Myndakynningar af cavalierlitum í framhaldinu 

Framkvæmdaáætlun samantekt. Unnið verði að eflingu tegundarinnar með heilsufar og heilbrigði að leiðarljósi, ásamt því að miðla fræðslu og reglum HRFí. 

Deildin verði vettvangur ræktunar og áhugasamra cavalier eigenda og annara unnenda tegundarinnar. 

Vefsíða samþykkt að skoða betur uppsetningar á Worldpress síðu miðað við verð, gæði, uppsetningu og öryggi. 

Bréf frá Ræktunar og staðlanefnd, varðandi sérkafla í reglum um skráningu til ættbókar, um tegundina. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hægt að funda á næstunni en umfjöllunarefnið verði afgreitt skriflega. 

Viðburðir eftir breytingu á samkomubanni, áætluð ganga sem vera átti sumardaginn fyrsta verður felld niður. Viðburðir maí mánaðar verða endurskoðaðir í takt við tilmæli stjórnvalda. Staðan verður tekin eftir því sem tilefni þykir til. 

Önnur mál Umræður um frestun á augnskoðun í maí og niðurfellingu á júní sýningu HRFÍ. Mikil eftirspurn er eftir hvolpum og eru ræktendur að fá margar fyrirspurnir á dag. 

Næsti fundartími ákveðinn 6. maí. 

Fundargerð lesin og samþykkt 

Fundi slitið kl. 18:48 

Fundargerð ritaði Steinunn Rán