7.Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ Miðvikudaginn 6.maí 2020 Fjarfundur
Fjarfundinn sátu: Anna Þórðardóttir Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Steinunn Rán Helgadóttir, Fríða Björk Elíasdóttir.
Fundur settur kl. 17:30
Dagskrá:
1. Afmæli deildarinnar
2. Vefsíða,cavalier.is og facebook
3. Göngur og viðburðir
4. Hjartaskoðun
5. Önnur mál
Mál afgreidd milli funda:
• Bréf sent á stjórn HRFÍ þar sem gerð var athugasemd við frestun á maí-augnskoðun HRFÍ fram í sept.
• Svar var sent á Ræktunar- og staðlanefndar skriflega.
Afmæli deildarinnar Sólheimakoti 27.maí.kl.18:30, farið verður í stutta göngu og boðið uppá léttar veitingar á eftir. Cavaliereigendur á Akureyri hafa óskað eftir að halda viðburð og verður einnig afmælishátið þar.
Vefsíða, cavalier.is og facebook Búið að finna vefsíðuviðmót og skipuleggja fyrsta fund með vefsíðuhóp. Umræður um heiti á facebook síðum deildarinnar.
Göngur og viðburðir Tvær göngur hafa verið skipulagðar í maí, gengið um Paradísardal 7/5 og gengið í kringum Sólheimakot á afmælishátið deildarinnar 27/5. Felhirðunámskeið verður miðvikudaginn 3.júní kl.19:30 á skrifstofu HRFÍ. Verð 3000 fyrir þá sem mæta, einnig verður námskeiðinu streymt og fá þeir sem greiða 2000 kr sendan link.
Hjartaskoðun Beiðni um hópskoðun fyrir deildina verður send á dýralækni og auglýst fljótlega. Helga Finnsdóttir mun verða með hjartaskoðun á Akureyri í maí.
Önnur mál Farið var yfir kynningu á deildinni og tegundinni og verður hún birt á síðum deildarinnar á næstu vikum.
Næsti fundartími ákveðinn
Fundargerð lesin og samþykkt
Fundi slitið kl. 19:30 Fundargerð ritaði Steinunn Rán