11. Stjórnarfundur 2020

11. Stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 

09.02.2021

Mætt: Anna Þ. Bachmann, Björk Grétarsdóttir, Fríða Björk Elísdóttir

Dagskrá fundarins:

1. Ræktunar- og staðlanefnd – áður sent erindi

2. Hópskoðun í hjarta- og DNA skoðun.

3. Cavalier.is – textar

4. fyrirkomulag ársfundar vegna Covid

5. Önnur mál

Efni fundarins:

1. Ræktunar- og staðlanefnd. Stjórnin hefur enn ekki fengið svör frá Staðlaráð þrátt fyrir að hafa sent erindi þann 13. maí 2020 sem ítrekað var 1. Júlí 2020, 29. september 2020 og að lokum 17. nóvember 2020. Engin svör hafa borist þrátt fyrir allar þessa ítrekanir. Stjórn HRFÍ fékk afrit af öllum póstum. Ákveðið hefur verið að senda eitt lokaerindi á Ræktunar- og staðlanefnd og senda afrit á stjórn HRFÍ í heild með von um að fá loksins svör enda þolinmæði okkar á þrotum.

2. Hópskoðun í hjarta- og DNA skoðun. Í ljósi þess að langt er síðan síðast var boðið upp á hjartaskoðun auk þess sem DNA skoðun þarf að vera í boði sem fyrst var ákveðið að skoða hvort ekki væri hægt að fá tilboð í hópskoðun fyrir hjartaskoðun og/eða hjartaskoðun ásamt DNA skoðunar. Ákveðið var að leita til Steinunnar Geirsdóttur dýralæknis.

3. Cavalier.is stjórnin vill hrósa Fríðu Björk sem á mikinn heiður af því að uppfæra síðuna okkar. Með þeirri góðu vinnu sem unnin hefur verið í skráningu á öldungum hefur þeim fjölgað um 33 á listanum. Texti um DNA var rýndur og settur inn.

4. Stjórn er að skoða besta fyrirkomulag við ársfund en vegna Covid eru okkur settar skorður, þetta mun skýrast innan tíðar.

5. Önnur mál

  • Göngur – ræða hvort eigi að setja göngur af stað, ákveðið var að hefja göngur að nýju. Benda fólki á grímur, passa sóttvarnir og að óska eftir skráningu.
  • Endurnýjun á ræktunarkerfinu, þurfum að endurnýja áskriftina fyrir mánaðarmótin.

Fundargerð lesin og samþykkt 

Næsti fundartími ákveðinn 

Fundi slitið kl. 21.20

Fundargerð ritaði Björk Grétarsdóttir