13. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn í Heiðnabergi þann 15. janúar 2022 kl. 10:00

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

  • Dagskrá:
    • Verkefnalisti
    • Staða viðburða vegna Covid19
    • Augnskoðun
    • Stigahæstu hundar og ræktendur árið 2021
    • Deildarsýning
    • Frá ræktunarráði
    • Frá göngunefnd
    • Önnur mál

Efni fundar:

Verkefnalisti 

Farið yfir verkefni frá síðasta fundi.

Staða viðburða á vegum deildarinnar vegna Covid19

Samkomutakmarkanir eru miklar þessa dagana en aðeins 10 mega koma saman þar sem Omikrón afbrigði veirunnar er á fljúgandi ferð í samfélaginu.  Meðan svo er er ómögulegt að skipuleggja viðburði.  Þegar er búið að aflýsa aðventukaffi deildarinnar.  Nýársgöngunni og nýársfagnað hefur verið frestað og mögulega verður að fresta febrúar göngunni.  Deildin verður í viðbragðsstöðu og skipuleggur viðburðina fljótt og vel þegar það verður þorandi og aðstæður betri í samfélaginu.  

Augnskoðun

Alls mættu 82 cavalier hundar í augnskoðun.  Af öllum þessum fjölda greindust aðeins fimm hundar með frekar alvarlega augnsjúkdóma og er möguleiki að HRFÍ setji einhverja þeirra í ræktunarbann. 

Stigahæstu hundar og ræktendur árið 2021

Alls voru 3 sýningar á vegum HRFÍ árið 2021.  Stigahæstu hundarnir urðu:

  • ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlín Logi  20 stig, 
  • NORDICCh ISCh ISJCh RW-17-21 Tereasjo Sabrina Una  17 stig
  • ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock  13 stig
  • ISCh Eldlukku Mjölnir 12 stig
  • Hafnarfjalls Unu Kolbrún 10 stig

Óskar stjórn eigendum þeirra til hamingju með þennan góða árangur.

Stigahæsti Cavalier ræktandinn var Hafnarfjalls, Anna Þ. Bachmann, með 17 stig og óskar stjórn henni til hamingju með þennan fína árangur.

Deildarsýning

Enn er beðið er eftir svari frá stjórn HRFÍ um hvort deildin fái heimild til að halda sýningu í maí nk. og búið að senda ítrekun.

Frá ræktunarráði

Búið er að senda þó nokkra rakkalista til ræktenda enda loksins komin niðurstaða úr augnskoðun.  

Frá göngunefnd

Því miður þurfti að aflýsa nýársgöngunni.  Það er þó stefnt á að ganga í kringum tjörnina síðar.  Vonandi þarf ekki að fresta fleiri göngum en það er fullkomin óvissa með það.

Næsta ganga er áætluð 12. febrúar í kringum Reynisvatn.

Önnur mál

  • Fyrirspurnir frá tveimur ræktendum sem bárust deildinni voru teknar fyrir.

Fundi slitið kl. 11.00. Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir