14. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn rafrænt á Teams þann 20. janúar 2022 kl. 16.

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

  • Dagskrá:
    • Deildarsýning
    • Fræðslumoli
    • Önnur mál

Efni fundar:

Deildarsýning

HRFÍ hefur samþykkt deildarsýningu Cavalierdeildarinnar svo framarlega að hámarksfjöldi verði ekki fleiri en 80 hundar.

Sýningin verður haldin helgina 14-15 maí 2022 en hún er haldin  í tilefni af 25 ára afmæli deildarinnarinnar í fyrra en vegna samkomutakmarkana í þá var ekki hægt að bjóða upp á afmælissýningu.

Sýningin verður haldin hjá hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ.  

Norma Inglis dómari hefur staðfest að hún muni koma og dæma á sýningunni.  Við höfum að auki fengið staðfestingu frá Daníel Erni Hinrikssyni að hann muni leysa Normu af sem dómari ef af einhverjum orsökum Norma Inglis kemst ekki. 

Dýrabær hefur svo tekið að sér að vera aðalstyrktaraðili sýningarinnar.

Ákveðið hefur að stofna sýninganefnd til að gera sýninguna eins og best verður á kosið. Hugmyndin er að fá þrjá félagsmenn til að vera í nefndinni og reyna að fá fólk sem hefur mikla þekkingu á sýningastjórn, sýningum sem og virkja nýja félagsmenn.

Fræðslumoli

Verið er að vinna að nýjum fræðslumola um mataræði og næringu og lögð áhersla á mismunandi fóður s.s. þurrfóður, ferskfóður og hráfæði.

Önnur mál

Bréf frá félagsmanni var tekið til umræðu.

Fundi slitið kl. 17.00.

Fundargerð ritaði Valka Jónsdóttir