
Ein mikilvægasta ákvörðunin sem þú tekur fyrir almenna heilsu og vellíðan hundsins þíns er mataræði hans. Þú vilt gefa næringaríkan og næringajafnaðan mat. Þú getur valið um allt frá þurrfóðri eða að búa til þinn eigin mat. Hér er fjallað um fimm mismunandi tegundir. Hver flokkur hundafóðurs hefur sína kosti og þætti sem þarf að hafa í huga. Þegar innihaldslýsingar hundafóðurs eru lesnar þá er innihaldið gefið í þeirri röð að fyrst er það sem mest er af og síðast það sem minnst er af.
1. Þurrt hundafóður
Kannski er algengasta og örugglega hagkvæmasta tegundin af hundafóðri, þurrfóður. Það kemur oftast í pokum og er í stökkum bitum af mismunandi stærðum. Það er auðvelt í flutningi og geymist svo lengi sem það er á þurrum stað. Þegar kemur að matartíma þarf þurrfóður lítið að undirbúa annað en að skammta viðeigandi magn fyrir hundinn. Margir hundaeigendur kjósa frekar þurrt hundafóður vegna þess að hörð áferð dregur úr tannsteini, sem leiðir til heilbrigðari tanna og tannholds. Það er aukinn ávinningur af ferskari andardrætti.
Með þurru hundafóðri þarftu ekki að hafa áhyggjur af næringargildi því að með litlum undantekningum gefa öll vörumerki á markaðnum nægilegt magn af næringarefnum. Það er líka mikið úrval, þar á meðal margar bragðtegundir og sérstakar blöndur ætlaðar fyrir öll stig í þroska hunds, allt frá hvolpamat til háþróaðrar aldursblöndu. Samt sem áður, sama hversu mörg bragðefni eru í boði, þá eru fullt af hundum sem vilja ekki bragðið og munu sífellt snúa upp nefið við þurrum hundamat.
Sem eigandi skaltu vera meðvitaður um að ekki allar tegundir af þurru hundafóðri innihalda sömu gæði innihaldsefna. Margt þurrt hundafóður er kolvetnaríkt, sem getur valdið því að hundurinn þinn þróar með sér heilsufarsvandamál. Vertu viss um að lesa innihaldsmiða og kaupa frá fyrirtækjum sem bjóða lítið sem ekkert kolvetnainnihald og heilnæm hráefni. Kauptu frá traustu fyrirtæki sem notar öruggt framleiðsluferli til að takmarka hættu hundsins þíns á skaðlegum bakteríum. Hafðu líka alltaf í huga fyrningardagsetningu þegar þú kaupir og geymir matarbita hundsins þíns.
2. Hundamatur í dós
Flestir hundar kjósa bragðið af niðursoðnum hundamat fram yfir þurrfóður. Þú gætir gripið til þess ráðs að kaupa niðursoðinn hundamat ef hundurinn er vandlátur eða ef eldri hundur hefur misst matarlystina. Hundamatur í dós er fáanlegur í matvöruverslunum, hefur langat geymsluþol og þarf litinn annan undirbúning en að opna dósina. Hins vegar, ólíkt þurrum hundamat, gætirðu uppgötvað að niðursoðinn hundamatur hefur tilhneigingu til að hafa vonda lykt.
Hafðu í huga að niðursoðinn hundamatur er dýrari en að kaupa stóra poka af þurrum hundamat. Það getur verið að niðursoðinn hundamatur innihaldið ekki rétt prótein og getur einnig innihaldið of mikla fitu. Þrátt fyrir að vera minna unninn en þurrt hundafóður, hefur hann hærra vatnsinnihald, sem getur dregið úr magni næringarefna. Leitaðu alltaf að niðursoðnum hundamat sem er merktur sem 100% næringarfræðilega fullkomið.
Eins og með allt hundafóður sem keypt er í verslun þarf að treysta því að framleiðandinn útvegi gæða hráefni og geri varúðarráðstafanir til að framleiða matvæli á öruggan hátt. Vertu einnig meðvituð um að allar niðursoðnar vörur geta innihaldið skaðlegt BPA.
3. Hálfrakt hundafóður
Þú getur keypt flest hálfrakt hundafóður í endurlokanlegum poka sem þú getur auðveldlega hellt í skál hundsins þíns. Ákveðnar hálf rakar hundavörur eru mótaðar til að líkjast kjötvörum.
Vertu meðvitaður um að hálfrakt hundafóður getur innihaldið gervi litarefni, bragðefni og rotvarnarefni. Einnig er það almennt hærri í salti, viðbættum sykri og vatnsinnihaldi. Að auki hefur hálfrakt hundafóður tilhneigingu til að vera dýrara en þurrfóður. Það gæti verið best að nota þessa tegund af hundamat fyrir einstök tækifæri.
4. Heimalagaður hundamatur
Með heimalöguðu hundamati undirbýrðu máltíðina fyrir hundinn þinn á svipaðan hátt og fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Þú getur boðið hundinum þínum upp á fjölbreyttari bragðtegundir, ólíkt sömu skálinni af þurrmat kvöld eftir kvöld, mun hundurinn þinn líklega líka við bragðið og þarf ekki að vera tældur til að borða það.
Með því að hafa stjórn á hráefninu og matreiðsluferlinu veistu nákvæmlega hvað er í mat hundsins þíns. Það er engin þörf á að hafa áhyggjur um að varan sem þú ert að gefa hundinum þínum passi við þau gæði sem þú vilt, því þú stjórnar næringarinnihaldinu. Að auki getur lágmarksvinnslan gagnast heilsu hundsins þíns.
Vertu meðvitaður um að það getur auðveldlega orðið tímafrekt verkefni að elda hverja máltíð fyrir hundinn þinn og dýrt. Einnig þarftu að verða fróður um þetta efni og næringarþarfir tiltekins hunds til að forðast að valda óviljandi skaða.
5. Hrátt hundafóður
Þessi tegund af hundafóðri samanstendur af fersku óunnnu hráefni, þar á meðal hrátt kjöt, líffæri og ósoðin bein. Þú getur annað hvort útbúið þitt eigið hráfóður eða keypt það. Ef þú kaupir það tilbúið, vertu viss um að það tryggi næringarjafnvægi.
Það getur verið ávinningur af hráfóðri þar sem það líkir eftir líffræðilegum og þróunarfræðilegum uppruna hundsins þíns. Hins vegar er það ekki besti kosturinn fyrir hunda með bilað ónæmiskerfi. Einnig, allt eftir fæðuþörfum hundsins þíns, getur hrátt hundafóður innihaldið hækkað fituinnihald.
Ef þú ert að kaupa hrátt hundafóður, vertu viss um að velja áreiðanlegt fyrirtæki sem notar örugga starfshætti. Hafðu líka í huga að hráfæði í kæli er erfitt á ferðalögum, tekur kæli- eða frystirými og verður að geyma það á réttan hátt.
Þurrkað hrátt hundafóður hefur lengra geymsluþol og getur verið meðfærilegra ef þú ert á ferðinni með hundinn þinn. Það er unnið í lágmarki, en hafðu í huga að þú borgar aukalega fyrir þægindin. Frostþurrkað hrátt hundafóður er dýrast.
Að lokum
Þegar þú velur á milli mismunandi tegunda hundafóðurs skaltu byrja á því að hugsa um tegund hundsins þíns, kyn, aldur, þyngdarstig, virkni og skapgerð. Hugleiddu líka kostnaðarhámark þitt og þægindastig. Ef þú ert að kaupa vöru, vertu viss um að athuga gæði innihaldsefna til að ganga úr skugga um að hún sé næringarlega fullbúin, með réttu magni af nauðsynlegum næringarefnum eins og próteinum, fitu eða olíum, steinefnum, vítamínum, kolvetnum og vatni. Fyrir heimaeldað og hrátt hundafóður er alltaf best að hafa samband við dýralækni hundsins þíns.
Við vonum að eftir að hafa lesið í gegnum fimm mismunandi tegundir hundafóðurs hafir þú fundið besta valkostinn fyrir þinn hund. Með réttri tegund af hundafóðri getur hundurinn þinn uppskorið heilsufarslegan ávinning, hamingjusamt og kraftmikið líf.
Heimild: https://www.hepper.com/types-of-dog-food/
Búðu til þitt eigið hundanammi.
Þú getur skorið niður: lifur, kjöt, hjörtu, slátur, banana, sætar kartöflur epli eða eitthvað annað sem þú vilt gefa hundinum. Þú skerð þetta í sneiðar eða bita en best er að þetta sé ekki þykkara en 1cm, stærri bita tekur lengri tíma að þurrka. Þú setur þetta í bakaraofn við 75-100 gráður og þurrkar þetta allt upp í 12 tíma eftir stærð bitanna og hversu þurrt þú vilt hafa þetta. Litla bita þarf oft ekki að þurrka í nema 2-3 klst. Þetta er svo geymt í loftþéttum umbúðum í ísskáp og geymist í um viku en einnig er hægt að geyma þetta lengur í frysti og taka úr eftir þörfum.