Næsta ganga deildarinnar verður sunnudaginn 16. október.
Við hittumst við kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 12 og keyrum í samfloti upp að Hvaleyrarvatni og þar fara allir hundar í taum. Gengið er upp að fellinu Stórhöfða sem er aðeins fyrir ofan vatnið og þar getum við sleppt hundunum lausum.
Gangan er svona einn tími en með stoppi getur hún orðið 2 tímar. Gott er að vera í góðum skóm og jafnvel með nesti og vatn fyrir hundana. Munið eftir skítapokum og vatni fyrir hundana.
Við hvetjum ykkur til að mæta í þessar sameiginlegu gönguferðir en þar gefst cavaliereigendum tækifæri til þess að kynnast og hundarnir læra að umgangast aðra hunda.
Viðburðinn á Facebook má sjá með því að smella hér
Hlökkum til að sjá ykkur,
Göngunefnd Cavalierdeildar HRFÍ.