
Sunnudaginn 12. febrúar hittist þessi fíni hópur við Gróttu Seltjarnarnesi. Gengið var meðfram ströndinni og kringum golfvöllinn. Fengum hressandi veður sem telst gott miðað við það sem hefur verið í boði undanfarna daga. Að vanda vöktu fallegu hundarnir okkar athygli vegfarenda. Þökkum kærlega fyrir góða göngu og hlökkum til að hitta ykkur í næstu göngu sem áætluð er þann 12. mars í Grafarvogi.