Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Alþjóðleg sýning 29. september 2024

BOB og BOS – ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá og
NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock

Alþjóðleg haustsýning HRFÍ var haldin í reiðhöll Spretts í Kópavogi helgina 28.-29. september. Cavalier var sýndur á sunnudeginum og dómari var Saija Juutilainen frá Finnlandi. Samtals voru 8 hvolpar, 16 rakkar og 17 tíkur. Dýrabær gaf bikara og þátttökumedalíur í hvolpaflokkum.

BOB var ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá með íslenskt og alþjóðlegt meistarastig. Þetta var hennar þriðja íslenska meistarastig og hún fær því titilinn íslenskur meistari. BOS var NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock með alþjóðlegt meistarastig sem var jafnframt hans fjórða og hann verður því alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu frá FCI. Íslenska meistarstigið gekk niður til Eldlukku Káta Seifs sem varð annar besti rakki.

Besti ungliði tegundar var Mjallar Gná og besti ungliðarakki Hafnarfjalls Birtu Mói, bæði með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. 

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og besti hvolpur 6-9 mánaða Hafnarfjalls Karlottu Ísabella. Besti öldungur var ISCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi með alþjóðlegt öldungameistarastig og sitt þriðja íslenska öldungastig, titillinn íslenskur öldungameistari er þar með í höfn.

Besti ræktunarhópur var frá Hafnarfjalls ræktun.

Nánari úrslit:

Lesa áfram Alþjóðleg sýning 29. september 2024

Vel heppnað feldhirðunámskeið

Cavalierdeildin stóð fyrir feldhirðunámskeiði miðvikudagskvöldið 19. september. Nöfnurnar Anja og Ania, hundasnyrtar í Dekurdýrum, voru með sýnikennslu og tíkin Sera sett í allsherjar snyrtingu, bað og blástur. Farið var yfir ýmis tól og efni sem gott er að eiga, sýnt hvernig best er að hreinsa augu og eyru, klippa klær og snyrta hárin á milli þófa, en það er eini staðurinn sem á að klippa/raka á cavalier hundum. Í lokin var svo boðið upp á afslátt af vörum. Við þökkum stelpunum í Dekurdýrum kærlega fyrir frábært kvöld og mjög góða kennslu. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og ætlum við því að endurtaka leikinn fljótlega, það verður auglýst á miðlum deildarinnar.

Fleiri myndir á Facebook