Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Jólaganga

Frábær mæting var í jólagöngu deildarinnar sunnudaginn 10. desember, 33 tvífætlingar og 24 hundar. Veðrið var kalt en stillt og við gengum frá Hafnarfjarðarkirkju, tókum góðan hring og kíktum við í Hellisgerði. Endað var í jólaþorpinu þar sem við rákumst á jólasvein sem hundunum leist misvel á.

Fleiri myndir hér

Jólaganga

Jólaganga deildarinnar verður haldin sunnudaginn 10. desember, hittumst kl. 12 á bílastæðinu fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju. Þetta er taumganga og við endum á því að heimsækja jólaþorpið. Gaman væri ef sem flestir gætu komið í einhverju jólalegu t.d. með jólasveinahúfur, bæði menn og hundar. Í jólaþorpinu er síðan hægt að fá heitt kakó ef kalt er í veðri. Við viljum benda á að flexitaumar eru ekki æskilegir í taumgöngur vegna slysahættu og minnum á skítapokana.

Viðburðurinn á Facebook

Athugið! Þetta árið fer ekki fram fyrirhugað aðventukaffi vegna framkvæmda í sal HRFÍ. Þess í stað verður haldinn nýársfagnaður 7. janúar sem verður auglýstur þegar nær dregur.

Winter Wonderland 25. nóvember 2023

BOB og BOS
ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka

Winter Wonderland & Ísland Winner sýning HRFÍ fór fram helgina 25.-26. nóvember í Samskipahöll Sprettara í Kópavogi. Cavalier hundar voru 33 talsins, 13 rakkar og 20 tíkur, en að þessu sinni voru engir hvolpaflokkar. Dómari var Ann Ingram frá Írlandi og Dýrabær gaf verðlaun.

Besti hundur tegundar var ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock og besta tík ISCh ISW-22 Eldlukku Frán Þulu Lukka, bæði fengu Norðurlandameistarastig, titilinn Ísland Winner eða ISW-23 og Crufts Qualification. Þetta var þriðja Norðurlandameistarastig Lukku og hún hlýtur því titilinn NORDICCh. Þar sem þau eru bæði íslenskir meistarar gengu íslensku stigin niður til ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og Hafnarfjalls Selmu Karlottu. ISCh ISJCh Bonitos Companeros Mr. Spock komst svo í 7 hunda úrtak í úrslitum tegundahóps 9.

Besti ungliði tegundar var ISJCh RW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers og besta ungliðatík ISJCh RW-23 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers. Þau fá bæði titilinn ISJW-23 og hlutu einnig ungliðameistarastig en eru þó þegar ungliðameistarar. Eros gerði sér svo lítið fyrir og varð besti ungliði í tegundahópi 9, hann mætti því aftur á sunnudeginum til að keppa um besta ungliða sýningar en náði því miður ekki sæti þar. 

Besti ræktunarhópur tegundar var frá Hafnarfjalls ræktun og náði glæsilegum árangri í úrslitum sem þriðji besti ræktunarhópur dagsins.

Hér að neðan má sjá frekari úrslit:

Lesa áfram Winter Wonderland 25. nóvember 2023

Hvolpasýning 4. nóvember 2023

BOB og BOS 3-6 mánaða: Mjallar Glanni og Mjallar Gná
BOB og BOS 6-9 mánaða: Litlu Giljár Fiðla og Eldlukku Káti Seifur

Laugardaginn 4. nóvember hélt HRFÍ hvolpasýningu í samstarfi við félag íslenskra sýningadómara. Sýningin fór fram í reiðhöll Fáks í Víðidal og voru 229 hvolpar á aldrinum 3-9 mánaða skráðir, þar af 16 cavalier. Dómari var Þórdís Björg Björgvinsdóttir og Dýrabær gaf verðlaunabikara og medalíur.

Besti hvolpur 3-6 mánaða var Mjallar Glanni og besta tík í þeim aldursflokki Mjallar Gná. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Litlu Giljár Fiðla og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Káti Seifur. Mjallar Glanni náði þeim flotta árangri í úrslitum sýningar að komast í 9 hvolpa úrtak.

Lesa áfram Hvolpasýning 4. nóvember 2023