Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Hjörtur Magnason dýralæknir tekur hjartavottorð

Hjörtur Magnason dýralæknir sem rekið hefur dýralæknastofuna á Egilsstöðum síðastliðin 20 ár hefur fengið leyfi til að að hjartahlusta og gefa út hjartavottorð fyrir tegundina. Hjörtur nam við Universitet Djursjukhuset Ultuna í Svíþjóð og tók við sem héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Austurumdæmi árið 2015. Hjörtur starfaði sem dýralæknir í 25 ár eða allt þar til hann hóf rekstur á Egilsstöðum.

Stjórn Cavalierdeildar HRFÍ.

Tilkynning frá HRFÍ

Frestun á gildistöku 10. kafla í reglum um skráningu í ættbók til 1. mars 2021.

Um áramót átti nýr 10. kafli reglna um skráningu í ættbók að taka gildi. Kaflinn fjallar um ýmsar heilsufars- og skráningarkröfur sem félagið gerir til hundakynja sem ræktuð eru undir merkjum félagsins. Erfiðlega hefur gengið að funda um ýmsar athugasemdir frá deildum og tengiliðum um ákvæðin vegna Covid ástandsins en stjórn telur mikilvægt að athugasemdir fái ítarlega umfjöllun. Á síðasta fundi stjórnar var því ákveðið að gefa rýmri tíma til úrvinnslu og fresta gildistöku kaflans til 1. mars 2021.

Frestun á gildistöku 10.kafla í reglum um skráningu í ættbók til 1. mars 2021 (hrfi.is)

Meiri prjónagleði

Jólakjólapeysa á tíkur og jólaleg peysa á rakka til styrktar Cavalierdeildar HRFÍ.

Cavalierdeildin fékk uppskrift af jólakjólapeysu fyrir tíkur og jólalegri peysu á rakka.

Til að eignast uppskriftina og eða báðar tvær, leggið þið ykkar upphæð (frjáls framlög) inn á bankareikning deildarinnar kt.680219-0280 banki 0528-26-004783, síðan sendið þið tölvupóst á cavalierdeildinhrfi@gmail.com með nafni ykkar, hvora uppskriftina þið viljið fá og tölvupóstinn ykkar svo hægt sé að senda ykkur uppskriftina um hæl.

Jólakveðjur,

Cavalierdeild HRFÍ

Jólagleði

Nú skal setja jólagleðina á hæsta stig og fylla vefinn af fallegum  jóla voffum.

Það eina sem þið þurfið að gera er setja í comment mynd af ykkar fallega jóla voffa og síðan merkið eins marga vini og þið viljið.

 Allir innsendar myndir fara hér í myndasafnið.

Hér er smá sýnishorn.

Samprjón

Samprjón – prjónum saman á krílin okkar.

Nú er október að kveðja og nóvember mætir eflaust með auknum kulda. Þá er gott fyrir lítinn cavalier að eiga góða lopapeysu. Fyrir 7 árum tóku nokkrar cavalier mömmur sig saman og bjuggu til prjónauppskrift fyrir krílin okkar. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir sem meðal annars stendur á bak við vinsælu síðuna Við elskum Cavalier ætlar að standa að samprjóni þar sem við getum fengið aðstoð hennar við að prjóna peysu, já og félagsskap.

Nánari upplýsingar koma síðar en endilega þið sem viljið vera samferða notið tímann og útvegið ykkur efniviðinn, léttlopa, 2 af að aðal lit og eina af munstur lit. Prjóna nr. 4 1/2 eða 5, fer eftir því hvað þið prjónið fast, eða hve stór hundurinn er.

https://www.facebook.com/groups/781024899385417/members/