
Sýningaárið 2025 fór af stað með krafti um síðastliðna helgi 1.-2. mars, þegar alþjóðleg Norðurljósasýning fór fram í Samskipahöllinni í Kópavogi. Mjög góð skráning var hjá cavalier á laugardeginum eða samtals 13 hvolpar, 20 rakkar, 28 tíkur og 4 ræktunarhópar, en 3 rakkar mættu ekki. Dómari var Eva Liljekvist Borg frá Svíþjóð. Verðlaun voru að hluta til frá Dýrabæ og að hluta til endurnýttir bikarar sem deildin hefur fengið að gjöf.
BOB og 4. besti hundur í tegundahópi 9 var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock, BOS var NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, með alþjóðlegt meistarastig. Þar sem Mr. Spock er nú þegar orðinn alþjóðlegur meistari gekk alþjóðlega rakkameistarastigið niður til ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers sem varð annar besti rakki. Íslensku meistarastigin gengu niður til Hafnarfjalls Karlottu Tómasar (þriðja besta rakka) og Mjallar Gnár sem varð þriðja besta tík.
Besti ungliði var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hún náði í 6 hunda úrtak í keppni um besta ungliða í tegundahópi 9. Besti öldungur var ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi með íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig, sem var hans þriðja og verður hann því alþjóðlegur öldungameistari eftir staðfestingu.
Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Netti Hnoðri Eldur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Llapsttam’s Fastlove sem komst í 6 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins. Besta tík í hvolpaflokki var Mjallar Gyðja Mánadís.
Besti ræktunarhópur kom frá Hafnarfjalls ræktun. Nánari úrslit má sjá hér að neðan:
Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 1. mars 2025


