Allar færslur eftir Cavalier HRFI

Alþjóðleg Norðurljósasýning 1. mars 2025

BOB og BOS – C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock og NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers

Sýningaárið 2025 fór af stað með krafti um síðastliðna helgi 1.-2. mars, þegar alþjóðleg Norðurljósasýning fór fram í Samskipahöllinni í Kópavogi. Mjög góð skráning var hjá cavalier á laugardeginum eða samtals 13 hvolpar, 20 rakkar, 28 tíkur og 4 ræktunarhópar, en 3 rakkar mættu ekki. Dómari var Eva Liljekvist Borg frá Svíþjóð. Verðlaun voru að hluta til frá Dýrabæ og að hluta til endurnýttir bikarar sem deildin hefur fengið að gjöf.

BOB og 4. besti hundur í tegundahópi 9 var C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24 ISW-23-24 Bonitos Companeros Mr. Spock, BOS var NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers, með alþjóðlegt meistarastig. Þar sem Mr. Spock er nú þegar orðinn alþjóðlegur meistari gekk alþjóðlega rakkameistarastigið niður til ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers sem varð annar besti rakki. Íslensku meistarastigin gengu niður til Hafnarfjalls Karlottu Tómasar (þriðja besta rakka) og Mjallar Gnár sem varð þriðja besta tík. 

Besti ungliði var Hafnarfjalls Karlottu Ísabella með íslenskt og alþjóðlegt ungliðameistarastig. Hún náði í 6 hunda úrtak í keppni um besta ungliða í tegundahópi 9. Besti öldungur var ISCh ISVetCh RW-17-21 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi með íslenskt og alþjóðlegt öldungameistarastig, sem var hans þriðja og verður hann því alþjóðlegur öldungameistari eftir staðfestingu.

Besti hvolpur 4-6 mánaða var Eldlukku Möndlu Mía Rós og bestur af gagnstæðu kyni Eldlukku Netti Hnoðri Eldur. Besti hvolpur 6-9 mánaða var Llapsttam’s Fastlove sem komst í 6 hvolpa úrtak í úrslitum dagsins. Besta tík í hvolpaflokki var Mjallar Gyðja Mánadís.

Besti ræktunarhópur kom frá Hafnarfjalls ræktun. Nánari úrslit má sjá hér að neðan:

Lesa áfram Alþjóðleg Norðurljósasýning 1. mars 2025

Stigahæstu hundar 2025

C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24-25 Bonitos Companeros Mr. Spock

Á árinu voru samtals 9 sýningar sem töldu til stiga, þar af tvær deildarsýningar. Reglur um útreikning stiga má sjá hér.

Fimm stigahæstu hundar ársins

  1. C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24-25 Bonitos Companeros Mr. Spock – 80 stig
  2. NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 66 stig
  3. ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 33 stig
  4. VOLW-25 Snjallar Hrafntinnu Viska – 27 stig
  5. C.I.B. NORDICCh NOCh DKCh SECh ISCh C.I.B.-J Pecassa’s Mister Power Of Sprudle – 20 stig

Stigahæstu rakkar

  • 1. C.I.B. NORDICCh ISCh ISJCh RW-24-25 VOLW-25 ISW-23-24-25 Bonitos Companeros Mr. Spock – 80 stig
  • 2. ISCh ISJCh RW-23 ISJW-23 Eros The Enchanting Dreamcatchers – 33 stig
  • 3. C.I.B. NORDICCh NOCH DKCH SECH ISCh C.I.B.-J Pecassa’s Mister Power Of Sprudle – 20 stig
  • 4. NORDICJCh ISJCh VOLJW-25 ISJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak – 16 stig
  • 5. ISCh Navenda’s Charm of Diamonds – 11 stig
  • 6. Gasekær’s Black Beautiful Gino – 6 stig
  • 7. ISCh Hafnarfjalls Karlottu Tómas – 4 stig
  • 8. C.I.B.-V NORDICVCh ISCh ISVetCh RW-17-21 VOLVW-25 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi – 3 stig
  • 9. ISJW-24 Mjallar Garpur – 2 stig
  • 10.-12. Esju Dare To Dream James Bond -1 stig
  • 10.-12. Fiorintino My First – 1 stig
  • 10.-12. Mjallar Geisli – 1 stig

Stigahæstu tíkur

  • 1. NORDICCh ISCh ISJCh RW-23-24-25 ISJW-23 ISW-24 Elixir D’Amour-Bl The Enchanting Dreamcatchers – 66 stig
  • 2. VOLW-25 Snjallar Hrafntinnu Viska – 27 stig
  • 3. Mjallar Gná – 19 stig
  • 4.-5. ISCh ISJCh Snjallar Kastaní Björt á brá – 12 stig
  • 4.-5. Totally True Love Femme Fatale – 12 stig
  • 6. Renesmee Des Precieuses Pierres – 9 stig
  • 7. ISW-25 Snjallar Silfraða Sylgja – 8 stig
  • 8.-9. ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría – 7 stig
  • 8.-9. ISJCh RJW-25 Hafnarfjalls Karlottu Ísabella – 7 stig
  • 10. Hafnarfjalls Karlottu Embla – 3 stig
  • 11.-13. Eldeyjarlilju Jökla – 1 stig
  • 11.-13. Mjallar Glóð Esja – 1 stig
  • 11.-13. Sóldísar Amý Mandla – 1 stig

Stigahæstu ungliðar

  • 1. ISJCh VOLJW-25 Esju Nætur Viktoría – 44 stig
  • 2. NORDICJCh ISJCh VOLJW-25 ISJW-25 Bonitos Companeros Jailbreak – 37 stig
  • 3. ISJCh RJW-25 Hafnarfjalls Karlottu Ísabella – 20 stig
  • 4. ISJCh ISJW-25 Hafnarfjalls Elsu Emma – 7 stig

Stigahæstu öldungar

  • 1. C.I.B.-V NORDICVCh ISCh ISVetCh RW-17-21 VOLVW-25 ISVW-24 Ljúflings Merlin Logi – 47 stig
  • 2. ISJCh ISVetCh RVW-25 Eldlilju Kastani Coffee – 34 stig
  • 3. VOLVW-25 Eldlukku Salínu Sunshine Sera – 7 stig

Stigahæstu ræktendur 2025

Á árinu voru samtals 9 sýningar sem töldu til stiga, þar af tvær deildarsýningar. Reglur um útreikning stiga má sjá hér.

  • 1. Hafnarfjalls ræktun – Anna Þórðardóttir Bachmann: 42 stig
  • 2. Mjallar ræktun – Arna Sif Kærnested: 33 stig
  • 3. Esju ræktun – Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir: 19 stig
  • 4. Snjallar ræktun – Steinunn Rán Helgadóttir: 13 stig
  • 5.-6. Eldlukku ræktun – Svanborg S. Magnúsdóttir: 5 stig
  • 5.-6. Eldeyjarlilju ræktun – Jón Grímsson: 5 stig
  • 7.-8. Eldlilju ræktun – Þórunn Aldís Pétursdóttir: 4 stig
  • 7.-8. Ljúflings ræktun – María Tómasdóttir: 4 stig
  • 9. Brellu ræktun – Valka Jónsdóttir: 2 stig
  • 10.-12. Korpu ræktun – Sigrún Bragadóttir: 1 stig
  • 10.-12. Seljudals ræktun – Halldóra Bergsdóttir og Björn Angantýr Ingimarsson: 1 stig
  • 10.-12. Sóldísar ræktun – Hafdís Lúðvíksdóttir: 1 stig

Fundargerð ársfundar 2025

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2025 fyrir árið 2024
Melabraut 17 Hafnarfirði
13. febrúar 2025 kl. 20.00

Fundinn sátu: Stjórn (Anna Þórðadóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir) auk 6 fundargesta.

Setning ársfundar

Anna Þórðardóttir Bachmann, formaður deildarinnar, setti fundinn kl. 20:15 og bauð gesti velkomna.

Heiðrun aldursforseta

Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía, eigandi hans Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir. Við óskum eigendum og ræktanda til hamingju með flottan öldung, en hann er búsettur á Akureyri og var því sjálfur fjarri góðu gamni. Fulltrúar frá fjölskyldu hans, Auður og Oddur, tóku á móti viðurkenningu og blómum sem Anna Þórðardóttur Bachmann formaður afhenti fyrir hönd deildarinnar.

Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.

Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2025

Kynning á dómara deildarsýningar 11. maí 2025 – Miyuki Kotani

I am originally from Japan but living in Ireland for more than 30 years where I breed and show cavaliers with Kitty Conlon who welcomed me, a cultural exchange student into her home all those years ago.

When I arrived in Kitty’s, she had 4 Blenheim boys and already showing successfully. One day I went with her to my very first Dog Show and I was hooked! Since then we acquired bitch with Homerbrent line and started our own RATHBRIST cavaliers and continue to this day. We have had great fun and success in the ring here in Ireland and made up number of champions. We also make occasional visit to U.K. shows and have won Best in Show at The Cavalier Club Show in 2010 and Bitch CC at Crufts 2019.

I have been judging since 1999 at Open show level and 2003 I judged at championship show for the first time. And now I am qualified to judge Group 9 breeds and Group under FCI. I was fortunate to be ask to judge at Club show in Australia, Denmark and Estonia and USA, and also UK for open show level.

I am very honored to be invited to judge for your club and looking forward to meeting and judging beautiful cavaliers in Iceland.

Kynning á dómara deildarsýningar 10. maí 2025 – Nadja Lafontaine

First I would like to thank the club, for inviting me, to judge your show, I’m really looking forward to it.

My name is Nadja Lafontaine, I am 43 years old, I live in Denmark out in the country side with my Cavaliers. 

I got my first Cavalier 25 years ago, and have been in love with the breed ever since. Over the years I have studied pedigrees, lines and health with great passion, in 2019 I decided it was time for me, to make my dream, of becoming a judge true, and today I judge half of group 9.

Right now, I have 2 Blenheim boys at home, but are planning to get another one, as soon as the right one is born. 

When I’m not out judging, or showing my own dogs, I work as a ring secretary at other shows.

I love judging in different countries, it is always amazing to see, how the breed is developed in another country, alone in Scandinavia I see how different the dogs are from each country. 

This will be my first time in Iceland, and I am really looking forward to seeing your beautiful country and dogs.

Aldursforseti

Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og tæplega 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía, eigandi hans Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir. Hann var heiðraður á ársfundi deildarinnar þann 13. febrúar. Við óskum eigendum og ræktanda til hamingju með flottan öldung, en hann er búsettur á Akureyri og var því sjálfur fjarri góðu gamni. Fulltrúar frá fjölskyldu hans, Auður og Oddur, tóku á móti viðurkenningu og eru hér á mynd ásamt Önnu Þórðardóttur Bachmann formanni deildarinnar.

Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.