
Gleðilega páska


HRFÍ leitar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni yfir þessa helgi.
Sjálfboðaliðar frá okkar deild hafa verið duglegir að taka að sér verkefni og vonum við að svo verði einnig nú enda er sagt að margar hendur vinna létt verk.
Það geta allir aðstoðað og þurfa ekkert að vera með hund á sýningunni. Bara hafa áhuga og gaman að því að umgangast hunda og fólk og vilja gleðja.
Hérna er skjal til að skrá sig.
Uppsetning og niðurrif sýningar
Hlökkum til að sjá ykkur á sýningunni !
HRFÍ bíður upp á augnskoðun þrisvar á næsta ári og tímasetningar eru hér:


Þú getur gefið hundinum þínum að borða einu sinni eða tvisvar á dag. Best er að gera það tvisvar á dag með 8-12 klukkustunda millibili. Ef þú ert að gefa mat tvisvar á dag, skaltu skipta upp ráðlögðu sólahringsmagni sem gefið er upp á umbúðunum því annars ertu að gefa tvöfalt það sem hundurinn þarf. Mikilvægt er að hafa alltaf óheftan aðgang að fersku vatni.
Eldri hundum ætti að gefa aðeins minna magn en upp er gefið fyrir fullorðna hunda.
Verðlaun/aukabiti ætti ekki að vera meira en 10 prósent af heildar hitaeiningainntöku dagsins og þarf að draga það frá því sólahringsmagni sem hundurinn fær.
Hundar sem eru á hráfæði eða heimaelduðu ættu á hverjum sólahring að þurfa magn sem svarar til 2-3 % af heildarþyngd þeirra, en ef verið er að megra þá, af æskilegri þyngd eftir megrun.
Offitujafnan er í raun mjög einföld. Hundar sem neyta fleiri hitaeininga en þeir brenna þyngjast. Svo til þess að léttast…
Lesa áfram Fóðrun hunda.

Ein mikilvægasta ákvörðunin sem þú tekur fyrir almenna heilsu og vellíðan hundsins þíns er mataræði hans. Þú vilt gefa næringaríkan og næringajafnaðan mat. Þú getur valið um allt frá þurrfóðri eða að búa til þinn eigin mat. Hér er fjallað um fimm mismunandi tegundir. Hver flokkur hundafóðurs hefur sína kosti og þætti sem þarf að hafa í huga. Þegar innihaldslýsingar hundafóðurs eru lesnar þá er innihaldið gefið í þeirri röð að fyrst er það sem mest er af og síðast það sem minnst er af.
Lesa áfram 5 tegundir af hundafóðri og munurinn á þeim.
Áramótin geta verið bestu vinunum okkkar erfið, en ýmislegt er hægt að gera til að gera þeim þennan tíma bærilegri. Eins er mikilvægt að passa að þeir komist ekki í flueldaleifar. Ungir hundar og hvolpar eru sérstaklega í hættu enda eru þeir mikið að naga hvers kyns hluti. Ekki eru mörg á frá því að ungur cavalier hvolpur dó eftir að hafa komist í flugeldaleifar.
Lesa áfram Hundar og áramót