
Þú getur gefið hundinum þínum að borða einu sinni eða tvisvar á dag. Best er að gera það tvisvar á dag með 8-12 klukkustunda millibili. Ef þú ert að gefa mat tvisvar á dag, skaltu skipta upp ráðlögðu sólahringsmagni sem gefið er upp á umbúðunum því annars ertu að gefa tvöfalt það sem hundurinn þarf. Mikilvægt er að hafa alltaf óheftan aðgang að fersku vatni.
Eldri hundum ætti að gefa aðeins minna magn en upp er gefið fyrir fullorðna hunda.
Verðlaun/aukabiti ætti ekki að vera meira en 10 prósent af heildar hitaeiningainntöku dagsins og þarf að draga það frá því sólahringsmagni sem hundurinn fær.
Hundar sem eru á hráfæði eða heimaelduðu ættu á hverjum sólahring að þurfa magn sem svarar til 2-3 % af heildarþyngd þeirra, en ef verið er að megra þá, af æskilegri þyngd eftir megrun.
Offitujafnan er í raun mjög einföld. Hundar sem neyta fleiri hitaeininga en þeir brenna þyngjast. Svo til þess að léttast…
Lesa áfram Fóðrun hunda.