Flokkaskipt greinasafn: Göngur

Ganga um Reynisvatn, Grafarholti

Laugardag 12. febrúar kl. 12:00 verður fyrsta cavalier ganga ársins.

Við hittumst við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti að Reynisvatni.  Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum.  Munið eftir skítapokum.

Göngunefnd Cavalierdeildarinnar 2021-2022

Hópmynd úr göngu Cavalierdeildarinnar

Þrjár vaskar konur hafa boðið sig fram í göngunefnd Cavalierdeildarinnar og þökkum við þeim kærlega fyrir. Þær hafa þegar hafist handa við að skipuleggja göngur.

Þær hafa óskað eftir fleiri sjálfboðaliðum í þessa nefnd til að þetta verði bæði létt og skemmtilegt fyrir alla.

Hvetjum við áhugasama um að hafa samband t.d. með tölvupósti á cavalierdeildinhrfi@gmail.com eða hringja í Völku Jónsdóttur 616-1020.


Þær sem hafa boðið sig fram eru:

  • Íris Björg Hilmarsdóttir
  • Eyrún Guðnadóttir
  • Gunnhildur Björgvinsdóttir

Íris Björg Hilmarsdóttir

Eyrún Guðnadóttir

Gunnhildur Björgvinsdóttir