Ganga um Reynisvatn, Grafarholti

Laugardag 12. febrúar kl. 12:00 verður fyrsta cavalier ganga ársins.

Við hittumst við Húsasmiðjuna í Grafarholti og ökum í samfloti að Reynisvatni.  Göngum í kringum vatnið og komum við í skemmtilegum lundum. Gengið verður síðan upp á heiðina fyrir ofan vatnið þar sem hægt er að hleypa hundunum lausum.  Munið eftir skítapokum.