Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2025 fyrir árið 2024
Melabraut 17 Hafnarfirði
13. febrúar 2025 kl. 20.00
Fundinn sátu: Stjórn (Anna Þórðadóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir) auk 6 fundargesta.
Setning ársfundar
Anna Þórðardóttir Bachmann, formaður deildarinnar, setti fundinn kl. 20:15 og bauð gesti velkomna.
Heiðrun aldursforseta
Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía, eigandi hans Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir. Við óskum eigendum og ræktanda til hamingju með flottan öldung, en hann er búsettur á Akureyri og var því sjálfur fjarri góðu gamni. Fulltrúar frá fjölskyldu hans, Auður og Oddur, tóku á móti viðurkenningu og blómum sem Anna Þórðardóttur Bachmann formaður afhenti fyrir hönd deildarinnar.
Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.
Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2025


