Fundargerð ársfundar 2025

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2025 fyrir árið 2024
Melabraut 17 Hafnarfirði
13. febrúar 2025 kl. 20.00

Fundinn sátu: Stjórn (Anna Þórðadóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir) auk 6 fundargesta.

Setning ársfundar

Anna Þórðardóttir Bachmann, formaður deildarinnar, setti fundinn kl. 20:15 og bauð gesti velkomna.

Heiðrun aldursforseta

Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía, eigandi hans Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir. Við óskum eigendum og ræktanda til hamingju með flottan öldung, en hann er búsettur á Akureyri og var því sjálfur fjarri góðu gamni. Fulltrúar frá fjölskyldu hans, Auður og Oddur, tóku á móti viðurkenningu og blómum sem Anna Þórðardóttur Bachmann formaður afhenti fyrir hönd deildarinnar.

Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.

Lesa áfram Fundargerð ársfundar 2025

Kynning á dómara deildarsýningar 11. maí 2025 – Miyuki Kotani

I am originally from Japan but living in Ireland for more than 30 years where I breed and show cavaliers with Kitty Conlon who welcomed me, a cultural exchange student into her home all those years ago.

When I arrived in Kitty’s, she had 4 Blenheim boys and already showing successfully. One day I went with her to my very first Dog Show and I was hooked! Since then we acquired bitch with Homerbrent line and started our own RATHBRIST cavaliers and continue to this day. We have had great fun and success in the ring here in Ireland and made up number of champions. We also make occasional visit to U.K. shows and have won Best in Show at The Cavalier Club Show in 2010 and Bitch CC at Crufts 2019.

I have been judging since 1999 at Open show level and 2003 I judged at championship show for the first time. And now I am qualified to judge Group 9 breeds and Group under FCI. I was fortunate to be ask to judge at Club show in Australia, Denmark and Estonia and USA, and also UK for open show level.

I am very honored to be invited to judge for your club and looking forward to meeting and judging beautiful cavaliers in Iceland.

Kynning á dómara deildarsýningar 10. maí 2025 – Nadja Lafontaine

First I would like to thank the club, for inviting me, to judge your show, I’m really looking forward to it.

My name is Nadja Lafontaine, I am 43 years old, I live in Denmark out in the country side with my Cavaliers. 

I got my first Cavalier 25 years ago, and have been in love with the breed ever since. Over the years I have studied pedigrees, lines and health with great passion, in 2019 I decided it was time for me, to make my dream, of becoming a judge true, and today I judge half of group 9.

Right now, I have 2 Blenheim boys at home, but are planning to get another one, as soon as the right one is born. 

When I’m not out judging, or showing my own dogs, I work as a ring secretary at other shows.

I love judging in different countries, it is always amazing to see, how the breed is developed in another country, alone in Scandinavia I see how different the dogs are from each country. 

This will be my first time in Iceland, and I am really looking forward to seeing your beautiful country and dogs.

Aldursforseti

Aldursforseti deildarinnar árið 2024 er Öðlings Nagli en hann er fæddur 22. október 2009. Hann er því orðinn 15 ára og tæplega 4 mánaða. Foreldrar hans voru þau Nettu Rósar Billy og Öðlings Asía, eigandi hans Guðbjörg Ingimundardóttir og ræktandi Sólborg Friðbjörnsdóttir. Hann var heiðraður á ársfundi deildarinnar þann 13. febrúar. Við óskum eigendum og ræktanda til hamingju með flottan öldung, en hann er búsettur á Akureyri og var því sjálfur fjarri góðu gamni. Fulltrúar frá fjölskyldu hans, Auður og Oddur, tóku á móti viðurkenningu og eru hér á mynd ásamt Önnu Þórðardóttur Bachmann formanni deildarinnar.

Þess má geta að Skutuls Saxi sem var aldursforseti 2023 kvaddi 3. febrúar sl. þá 16 ára og 6 mánaða og því annar elsti í tegundinni frá upphafi. Sendum við kveðju til eigenda hans og ræktanda.

Ályktun ársfundar Cavalierdeildar 2025

Ályktað var á ársfundi Cavalierdeildar HRFÍ þann 13. febrúar sl. vegna gjaldskrár HRFÍ.

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ ályktar um nýtilkomna gjaldtöku á innskráningu hjartavottorða og einnig hvað varðar leigu á sal þegar um heilsufarsskoðun er að ræða. Dýralæknar kaupa þar til gerð vottorð af félaginu og eigendur hunda greiða þau hjá dýralækni, því teljum við að gjaldtakan sé tvítekin á hvert vottorð. Fundurinn óskar eftir að stjórn HRFÍ falli frá nýrri gjaldtöku vegna hjartavottorða. Þegar horft er til mikilvægi heilsufarsskoðana á vegum deildarinnar telur fundurinn einnig að leiga á sal vegna hópskoðana ætti að vera gjaldfrjáls.

Ályktunin var samþykkt samhljóða af öllum viðstöddum.

Skýrsla stjórnar 2024

Ársfundur Cavalierdeildar HRFÍ haldinn 13. febrúar 2025 í húsnæði Hundaræktarfélags Íslands að Melabraut 17 í Hafnarfirði.

Árið 2024 gerðum við ýmislegt og stendur hæst deildarsýning í apríl.

Starf deildarinnar var fjölbreytt með ýmsum viðburðum. Við héldum sérsýningu í apríl, ræktendur hittust í janúar í ræktendaspjall og í upphafi árs var nýárskaffi þar sem við heiðruðum stigahæstu hunda og ræktendur eftir sýningaárið 2023. Göngur voru ekki margar en farið var í Paradísardal í ágúst og jólagöngu um Hafnarfjörð í desember. Hvolpahittingur var haldinn í maí. Fjórar heilsufarsskoðanir voru á vegum deildarinnar, tvær í Reykjavík og tvær á Akureyri. Deildin hélt yfir 20 sýningaþjálfanir. Í september og nóvember var snyrtistofan Dekurdýr með feldhirðunámskeið fyrir okkur og deildin tók þátt í smáhundadögum hjá Garðheimum bæði í mars og september.

Deildin heldur úti vefslóðinni cavalier.is auk tveggja Facebook síðna þar sem birtar eru fréttir og myndir. Auk þess hélt stjórn reglulega fundi. Einnig voru sendir út hóppóstar til hvolpakaupenda, ræktenda og eigenda rakka á rakkalista.

Samið var við Dýrabæ um að vera styrktaraðili deildarinnar árið 2024.

Í stjórn Cavalierdeildar HRFÍ sátu þetta árið:
Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir.

Lesa áfram Skýrsla stjórnar 2024