Merkjaskipt greinasafn: Stjórnarfundir

7. stjórnarfundur 2024-2025

7. stjórnarfundur 2024-2025

25. nóvember 2024 kl. 17:00

Staðsetning: Spíran Garðheimum

Mættar: Anna Þórðardóttir Bachmann, Bergþóra Linda Húnadóttir, Guðríður Vestars, Sunna Gautadóttir og Svanhvít Sæmundsdóttir

Fundur settur kl. 17:15

Dagskrá fundar:

  1. Úrslit sýningar 24. nóvember

Úrslit sýningar yfirfarin. Dreifing Excellent og Very good í dómum í tegundinni okkar var nokkuð svipuð á þessari sýningu og oft áður, en það sem vakti athygli var að dómarinn Veli-Pekka Kumpumäki frá Finnlandi setti Disqualified á fjóra hunda. Það er saldan gert en í þessu tilfelli var það helst vegna frávika á tönnum. Margir aðrir dómarar láta þá nægja að lækka einkunn niður í Very good eða jafnvel Good.

Cavalier átti svo sannarlega daginn í heildarúrslitum dagsins um bestu hunda sýningar. Besti hvolpur 4-6 mánaða var Esju Nætur Viktoría og 4. besti hvolpur 6-9 mánaða Snjallar Tjaldur. Mjallar Garpur varð 3. besti ungliði í tegundahópi 9 og ISCh ISVetCh RW-17-21 Ljúflings Merlin Logi komst í 7 hunda úrtak í keppni um besta öldung sýningar. Besti ræktunarhópur dagsins var frá Hafnarfjalls ræktun og síðast en ekki síst náði NORDICCh ISCh ISJCh ISW-23 RW-24 Bonitos Companeros Mr. Spock þeim stórkostlega árangri að verða 4. besti hundur sýningar. 

Til gamans má einnig geta þess að stigahæstu ungu sýnendur ársins, bæði í yngri og eldri flokki, fóru inn í hring með cavalier þegar heiðrun fór fram. Tegundin okkar var því mjög áberandi í úrslitum sem var mög skemmtilegt.

  1. Viðburðir 

Jólaganga í Hafnarfirði á dagskrá laugardaginn 7. desember, viðburður á Facebook.

Sýningaþjálfun fyrir nóvembersýningu gekk mjög vel, það var góð mæting og var þetta því öflug fjáröflun fyrir deildina.

Á nýju ári þarf að fara af stað með fjáröflun fyrir deildarsýningu og stefnum við m.a. á að hafa bingó.

Fundi slitið kl. 18:15

Fundargerð ritaði Sunna Gautadóttir

15. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022

Fundur haldinn rafrænt á Teams þann 6. febrúar 2022

Mættar: Gerður Steinarrsdóttir, Svanhvít Sæmundsdóttir, Valka Jónsdóttir.

Dagskrá:

  • Dómur um ræktunarbann í Noregi
  • Ársfundur fyrir liðið ár 2021
  • Deildarsýning 
  • HRFÍ- Sýning í mars
  • Vorhátíð í Sólheimakoti –  Tombóla
  • Cavalier – Ganga
  • Fræðslumoli
  • Önnur mál
Lesa áfram 15. stjórnarfundur Cavalierdeildar HRFÍ 2021-2022